Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1925, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.07.1925, Blaðsíða 27
217 STAKA. Um glæpi og lesti menn hafa svo hátt, og hampa mót ljósi og degi, en yfir því góiia menn láta svo lágt; þaö leynist sem blómstur hjá vegi. Mér fanst, þá er vísa þessi kom í hug mér, sem oftar, aS blöðin hér gefi glæpafregnum og ööru slíku of mikiS rúm, en gleymi að minnast góöverkanna og þess, sem betra er. Richard Beek. -o Leitin Eftir Alice Brown. — Þýtt hefir GuSrún Guðmundsson. Alstaðar sjáum við hana, hina miklu leit mannsandans eftir Guði. Vi'S sjáum. hana í hinum áköfu, ofreyndu augxtm fjöldans, sem streitist áfram og hispurslaust hrindir og ýtir frá sér, til aS veröa ofan á, og þegar þangaö er komið—ef svo tekst til—, þá misk- unnarlaust aS traðka á þeim, sem undir verða. Hið mikilsverðasta súrdeig mannanna er enn ósýrt, og leitin heldur áfram. Hún sést i augum velmegandans, er hefir öll hlunnindi þessa heims, en gengur með nístandi sálar-hungur, sem biður, skipar, verður ekki synjað, forðast né umflúiö, því óviðráðanlegt afl þess þröngvar honum lengra og lengra, og enn heldur leitin áfram. Hún sést á hinum þögulu bænastöðum, þar sem þeir, er hafa fundið hvíld eigin sálum, þrá að veita þá blessun öSrum, er velkjast í andstæSum straumi, og með því aS geta ekki breitt sig þannig yfir alla, er þeirra eigin þrá ófullnægt, en leitin heldur enn áfram. Hún sést hjá prestum og öðrum starfsmönnum kirkjunnar, sem tileinkað hafa alt sitt Guði. MeS föstum ásetningi keppa þeir áfram og þaS á stundum þótt það kosti krossfesing. Leit þeirra eftir hin- um gullna bikar sannleikans verSur ekki heft eða hindruö af neinum mannlegum krafti eSa kirkjulegu valdi. Hún er hin mikla þörf eftir þekkingu á GuSi, sem veitir eilíft líf. Fyrir henni fellur alt hiö mannlega hverfandi líf með þess fölsku hugmyndum, ginnandi táli og hreykna ráöuneyti, og jafnt og stöðugt heldur leitin áfram. ÁreiSanlega fáum viS öll að lokum löngun til að prófa okkur sjálf, vita hvar við stöndum. Erum við nálægt markinu? Eða erum viS komin langt afvega? Höfum viS stefnuna? ESa höfum við mist áttirnar? Hvernig fáum við vitaö þaS? í biblíunni finnum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.