Sameiningin - 01.07.1925, Qupperneq 28
218
við staðhæfing, sem hljóöar á þessa leiö: “Mér mun verða full-
nægt, þá vakna eg upp í þinni ímynd.” Þannig veröur okkar sjálfs-
sönnun. Okkur veröur fullnægt. En fyr en svo verður, megum viö
vera þess fullviss, aö við hvorki þekkjunr Guð né Jesúm Krist. —
Hvað er það að verða “fullnægt”? Við finnum fljótlega, að það er
ekki fólgið í því eingöngu, að hafa fæði, klæði, kunningja, ástvini,
gleðskap og þægindi; alt þetta veitir að eins ánægju, en aldrei var-
anlega fullnægju. Veraldar nægjusemi fær aldrei fullnægt sjálfri
sér, hún er að eins sjónhverfing falskra hugmynda um hinn eilifa
veruleika, sem aldrei verður staðreyndur nema með sannri þekkingu
á Guði. Svo þetta verður þá okkar óhjákvæmilega nauðsyn: — að
þekkja Guð. Það er sú dýrmæta perla, sem Jóhannes sá í hinni
“Helgu borg”, perlan, sem var ein af hliðum Nýju Jerúsalems,
þ. e. hliði andlegrar þekkingar, sem “verður alls ekki lokað um daga,”
“nótt er þar ekki”, ekkert vanþekkingar rnyrkur, því “lambið er
lampi þess,” — hin andlega ímynd kærleikans í sinni skínandi dýrð,
er “upplýsir hvern mann.”
Við stöndum þá aftur við hin fornu landamerki, þau hin eld-
gömlu merki, nefnilega: hvernig fáum við þekt Guð? Alstaðar sjá-
um við'sönnun þess, að maðurinn í leit þessari hverfur til biblíunn-
ar. Það er algeng sjón, þá er við sitjum í járnbrautarvögnum, að
sjá menn og konur lesa rólega, en með auðsjáanlegum áhuga, og
ræða um testamentin. í einum karlmanna-klúbb áttu sér nýlega stat?
heitar ræður út af biblíusetningu, og var forstöðumanni klúbbsins
þá veitt alvarleg ofanígjöf fyrir þá vangá, að hafa ekki biblíuna til
taks. Þeirri vöntun var fljótlega fullnægt og biblíunni bætt inn í
bókasafn klúbbsins. Síðan hefir okkur verið kunngjört, að bað sé
mjög algengt, að hún hverfi úr sínum vanastað í bókahillunni. Það
veitist oft erfitt, i einni af okkar lang-stærstu kirkjum, að fá sæti á
föstudagskvöldin, þar sem biblían er nákvæmlega yfirveguð og út-
listuð undir umsjón eins hins biblíulærðasta manns heimsins.
Er þetta tákn timanna? Já, dásalmegt tákn! Mennirnir snú-
ast óðum til Guðs, og þegar sú stefna er einu sinni tekin, verða fáir
til að dragast aftur úr hópnum. Mennirnir eru farnir að læra að
biðja á réttan hátt, eyða ekki lengur lífi sínu í þrábeiðni til föðurs-
ins um það, er hann hefir þegar veitt þeim. Guð getur ekki gefið
meira, þar sem hann hefir gefið alt sitt. Sú stund er komin, að
maðurinn er að byrja að sjá og vita, að leit hans fær enda þá er
þekking hans á Guði verður fullkomin, algjör og heilög fyrir Jesúm
Krist, Guðs sönnu opinberun. Þannig opnast biblían okkur í sinni
dásamlegu heild og niðurstöðu. Eyrst, með þessari alheims-þektu
setningu: “í upphafi skapaði—Guð” og síðan sjáum við í hinni á-
framhaldandi sköpun ekkert nema Guð og máttarverk hans. En svo
er sem maðurinn hneigist að einveldi, — þjóðveldi og sjálfstjórn.
Þetta verður til að blinda hann fyrir fullkomleik tilverunnar, og
ginna á stig eyðileggingar. Gamla testamentið sýnir hvarvetna hina