Sameiningin - 01.02.1926, Side 3
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga
gejið út af hinu ev. lút. lcirkjufélagi ísl. % Vestrheimt
XLI. Ai’g’. AVINXIPEG, FKBECAE, 1»2« Nr. 2
Er kirkjan að fara eða koma?
Spurningunni veröur a8 svara á þá leiS, að kirkjan sé bæöi
að fara og koma. Aö sumu leyti er hún aö fara; að öðru leyti
er hún aö koma.
Um þessar mundir er kirkjan um heim allan að fara úr
gömlum fötum og ibúast nýjum klæðum. Með því er alls ekki
átt við sjálft líf eöur anda kirkjunnar. Andinn er um eilífð
óbreytanlegur. Grundvallar-sannindi trúarinnar breytast aldrei.
Þau grundvallar-sannindi eru öll komin frá Jesú Kristi. Annaö
en grundvallar-sannindi gaf Kristur e'kki kirkju sinni. Auka-
atriöin, sem oft hafa orðið kirkjunni að fótakefli, eru komin frá
mönnum. Þaú eru ávalt að breytast. Búningur kirkjunnar
hefir breyzt á hverri öld, sem liðin er, — stundum meira, stund-
um minna. Enn er hann að breytast. Andi kirkjunnar hefir
þolað allar búnings-breytingar liöinna alda. Eftir hverja breyt-
ingu hefir hann notiö sin betur. Enn er kirkjan að sauma sér ný
klæöi að mörgu leyti. í þeim klæðum fær andinn óefað notið
sín betur en nokkuru sinni áður og orðið mannkyninu til enn
meiri blessunar.
Orsök þess, að 'kirkjan nú er aö hafa fataskifti, er samkyns
orsök og sú, er valdið hefir búnings-«breytingum hennar á öllum
þeim öldum, sem liðnar eru. Kirkjunni er þaö eðli meöfætt og
af Guði gefið, að sníöa klæði sín eftir högum og háttum samtíð-
arinnar. Sumstaöar fæst hún ekki til að hlýða því lögmáli til-
veru sinnar. — Þar er hún að fara. Víðast hvar gerir hún það
fúslega. — Þar er hún að koma.
Við getum, hugsaninni til hægðarauka, nefnt það tvær kirkj-
ur Önnur er aö fara, hin að koma.