Sameiningin - 01.02.1926, Síða 4
34
Fyrst er þá að ræða um kirkjuna, sem er aS fara.
Kirkjan, sem er a£i fara, er kirkja, sem háS hefir veriS ein-
strengingslegum sér'kreddum. Dagar þeirrar kirkju eru taldir,
sem gerir auka-atriöi að aðal-atriðum trúarinnar. Það er sama,
hvort þau auka-atriSi hafa talist til rétttrúnaðar eða afneitunar.
Það stendur nú engin kirkja lengi, sem á tilveru sína undir á-
herzlu á auka-atriSum, hvort seni það er ný eður gömul kirkja.
-1 öðru lagi er kinkjan, sem er aS fara, kirkja, sem ekki gef-
ur sig viS nauðsynjamálum mannfélagsins; kirkja, sem lætur
sig engu varSa baráttu erfiðismanna fyrir daglegu brauði;
kir'kja, sem ekki stranglega framfylgir kröfum siSferðilegs rétt-
lætis í mannfélags-málum; kirkja, sem ekki reiSir öxina að rót-
um hinna fúnu trjáa í félagslífi mannanna. Dagar þeirrar kirkju
eru taldir, sem ekki áræðir aS tala á torgunum í nafni lifanda
Guðs. Sú kirkja, sem ætlar sér að standa utan viS mannfélagið,
fær ekki staðist; og því síður sú kirkja, sem geristi amibátt ein-
‘hverra sérflokka mannfélagsins, hvort heldur stóriðjuhölda eSur
öreigalýSs, eSur einhvers annars sérstaks hluta ntannfélagsins, —
rétt eins og enginn söfnuður fær þrifist, ef hann er háður sér-
stökum flokk eður “klíku.”
1 þiðja lagi er sú kirkja á förum, sem vanrækir að klæða
kenningu sína þeim fötum, sem samboðin eru og fullnægja vís-
indalegri þekkingu samtíðar sinnar. Það gagnar ekkert að velja
þekkingu samtíðarinnar ókvæðisorð. Það er ekki annað en vitn-
isburður þess, að maður sé dagaður uppi sem nátttröll og skorti
mentun. Kirkjan, sem er að fara, er hver sú kirkja, sem ekki
er í sjálfri brjóstfylkingu þeirra hersveita, er sækja fram í lát-
lausri leit að þekkingunni. Sú kirkja, sem felur sig fyrir ljósi
þekkingarinnar og ekki er því vaxin, að krefjast heiðurssætis i
háskólum, er kirkja, sem er á förum. Dúter óttaðist ekki þekk-
inguna. Hann kaus' sér varnarþing í háskólum þjóðar sinnar.
Hann boðaði trú sína á höfuðibólum visindanna. Sú kirkja er
að fara , sem ekki hefir þrótt til þess að koma á mannamót í söl-
um þekkingarinnar og halda þar velli.
í fjórða lagi er sú kirkja á förum, sem ekki hefir lifandi
boðskap að færa samtíð sinni. Sú kirkja er að fara, sem miðar
allan boðskap sinn við Gyðinga, sem bjuggu langt austur í heinú
fyrir 2—4 þúsund árum, en heyrir ekki hjartslátt sinnar eigm
þjóðar. Sú kirkja, sem þekkir allar götur í Jerúsalem, en villist
ef hún kemur í Reykjavík eða Wjnnipeg, er á förum. Sú kirkja,