Sameiningin - 01.02.1926, Qupperneq 10
40
lega við kristilega fyrirgefning að henni á að vera samfara vak-
andi siðferSismeðvitund, s'em ekki á neitt skilt við siöferðislegan
afslátt, og vekur heldur ekki þá tilfinningu hjá þeim, er fyrir
henni verða, ef hún er rétt metin. Hún gerir ekki óþarfa iðrun
og yfirbót þess, sem brotið hefir, en ætti að vera sterkasta aflið
til að vekja þann er fyrir henni verðut til að sjá að sér, og hún
er það í reyndinoh H'ún uþprætir allan 'biturleik, alla óvild og
hefndarhug úr hjarta mannsins, og er náskyld þvi að endur-
gjalda ilt með góðu. Hún umvefur hinn brotlega bróðurhug,
s'em vill koma honum til hjálpar, þrátt fyrir það, sem hann kann
aS hafa gert á h'luta manns, og sá, sem fyrir þessu verður, þarf
iað herða hjarta s!itt( ef hann ætlar að standa gegn slíkum áhrif-
um. Vandlætið er óhugut á því illa, en fyrirgefningarhugurinn
hefur vandlætið í hærra veldi, og beitir kærleikanum, sem sterk-
asta vopninu i baráttunni gegn hinu illa.
1 guðspjöllunum er fyrirgefningarskylda mannanna tengd
við fyrirgefningu Guðs'. “Ef þér fyrirgefið mönnunum mis'gerð-
ir þeirra, þá mun yðar himneski faðir einnig fyrirgefa yður. En
ef þér fyrirgefið ekki mönnunum þeirra misgerðir, mun faðir
yðar ekki 'heldur fyrirgefa yðar misgerðir.” fMatt. 6. 14-15).
Hlin sama hugsun kemur fram í drottinlegri bæn, og víðar„ Eað-
irinn á himnum getur ekki fyrirgefið mönnunum nema þeir fyrir-
gefi öðrum. Efast þó víst enginn kristinn maður um það, að
hjá honum sé ætíð fyrirgefn'ingarhugur gagnvart mönnunum.
Það eh eitthvað hjá mönnunum, sem er til hindrunar fyrirgefn-
ingu 'Guðs. í þeirri merkingu getur hann verið hindraður frá
því að fyrirgefa, að mennirnir geta hafnað fyrirgefningarhug
hans. Það virðist auðsætt að i nýja testamentinu táknar það að
fyrirgefa stundum að sýna fyrirgefningarhug, án tillits til þess
'hvort honum er hafnað eða hann er þeginn. f öðrum tilfellum
vir'öist hvorttveggja vera innibundið i þv^ að fyrirgefa, að sýna
fyrirgefningarhug og að fyrirgefningin sé þegin í iðrun. í fyrri
merkingunni fyrirgefur Guð ætíð, og í þeirri merkingu eiga
kristnár menn ætíð að fyrirgefa. í síðari merkingunni geta bæði
Guð og menn verið hindraðir frá því að fyrirgefa. Undir það
er vanalega talið að heyri syndin, s'em ekld verði fyrirgefin
(Matt. 12, 22). Hún verði ekki fyrirgefin vegna þess, að sá, sem
hana drýgi, sé orðinn svo forhertur í hinu illa, að hann geti ekki
iðrast. Fyrirgefningarhugurinn er máttugur, en hin fulla bless-
un fyrirgefningarinnar kemur ekki fram nema þar sem hún vek-
ur iðrun og yfirbót.
Rétt er það,að enginn hefir lifað fullkomlega eftir lögmáli