Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1926, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.02.1926, Qupperneq 16
46 örlög, —• að drengurinn hennar gengi lengi á spillingarvegi. En orSlaus andvörp sálar hennar sögöu: “Veröi þinn viilji’ “Alt er i þinni hendi, Drotitinn minn!” Hún haföi komið úr kæru ættlandi sínu, í þeirri von, aS hún sæi hann snúast frá villu vega sinna. En svo virtist, sem “vonir bæSi og ‘bænir hennar barning vildu fá”. Þær voru enn ekki heyrSar. En er stundir liðu, tók a5 morgna í sálu hins mikilhæfa manns. Hvílík gleSi féll hinni öldruðu móöur í skaut, er hún var viöstödd s'kírn sonar síns í dómkirkjunni í Milan. Hún sá hann varpa frá sér oki efa og synda, verða frjálsan og öruggan í Drotni. Og nú gat hún 'sungiö meö hinum aldraða Símeon: “Nú lætur þú, herra, þjón þinn i friði fara.” Hvað var það, þótt hún dæi á framandi strönd. fjarri elskaðri ættjörð, meðal ókunnugra? Hún hafði öðlast þá gleði aö sjá son sinn fara sigrihrósandi leiðar sinnar til sigurhæða í trú á Drottin, starfandi í þjónustu heilagrar kirkju. — Að sönnu auðnaðist henni ekki a'ð sjá son sinn berjast baráttu trúarinnar fyrir hönd kirkjunnar; hún sá hann ekki halda hlífiskildi yfir málefni frelsarans. Þeir atburðir urðu eftir að hún hafði öðlast hví'ldina hinztu. En hún dó með þá sælu sannfæringu, að Guð hefði heyrt grátþrungin andvörp elskandi móður. • Hún lifði það að sannfærast um þýðingu bæna og tára: við vöggu hans. i hinní kæru ættborg, þar sem æskuspor hans voru stigin, og að sið- ustu í ókunnu fjarlægu landi. Guð hafði talið tárin og tekið and- vörpin til greina. (Ath.—Ágústinus sá, sem hér er nefndur fAurelius Augustinusj, er Ágústínus kirkjufaðir, sá er frægastur er allra kirkjufeðranna fyrir lærdóm og rétttrúnað. Hann' er fæddur í Tagaste i Afríku árið 354. Eftir margra ára ráf í villu og siðleysi kom hann til Mílan. Var þar í þann tíð heilagur Ambrósíus biskup. Eékk hann snúið hinum glæsilega fræðimanni aftur til ibarnstrúar hans. er hann hafði fyrst numið af móður sinni, Moniku helgu. Á 33. aldursári var hann skírður. Síðar varð hann biskup í Hippó. Hann prédikaði af spámannlegri andagift. Af fjölda rita, sem eftir hann liggur, eru “Játningar” hans merkastar. Ágústinus andaðist 430.—Ritstj.) Kraftaverka María. fFramh.J Undirforingi María Meakins fór af stað frá þorpinu Ossining snemma á jóladagsmarguninn. Það hafði komið skel á snjóinn 4 veginum með fram Hudson ánni upp að hinni gráu borg örvænting- arinnar, um nóttina, og er hún gekk rösklega áleiðis, marraði í snjónum, svo það líktist viðkunnanlegu sönglagi. Til hægri lá áin' fyrir neðan, Ibreiður upplitaður silfurborði, og

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.