Sameiningin - 01.02.1926, Qupperneq 17
47
voru blettir á honum hér og þar af ísjökum. Austurloftið var ein
breiSa af fönlandi. gullslit og daufum 'bláma, sem alt í einu varð
skinandi bjart, þegar sólin gæg'Sist yfir sjóndeildarhringinn.
ÞaS var þakklætissöngur í sálu Maríu Meakins, er hún hélt leiö-
ar sinnar eftir einmanalegum veginum til elskhuga síns í varöhald-
inu. Þaö lýsti af gráu augunum eins og af tvístirni, er hún leit til
himins, og í andliti hennar var’ birta heilagleikans. Hún kom aö
fangelsisdyrunum, þegar verið var aö sleppa föngunum úr klefun-
um til morgunveröar. Hún vakti dottandi dyravörö, er slepti henni
inn. Yfir-fangavöröurinn og aðstoðarmenn hans virtust vera
snortnir af anda góðviljans, sem um heini allan einkennir fæöingar-
hátíö Krists. Henni var bo'öið til morgunverðar hjá yfirmanni dýfl-
isunnar, og þar 'sagöi hún frá hug sínum gagnvart fanganum númer
61,218. Meö brennandi áhuga sagöi hún verðinum frá sinni bjarg-
föstu sannfæringu um sakleysi Jóa Gondon. Eftir morgunverö lét
hann svo koma með Jóa inn í skrifstofu sína, og sagði stúlkunni með
glaðlegu brosi, að hún mætti eiga hann allan daginn, .sem jólagjöf
frá sér.
A lest snetnma um morguninn kqm lítill hópur af hermönnum
Maríu, körlum og konum. frá New York. Ásamt merki hersins
koniu þeir með trumbu, bjöllubumbu og gítar. Unclir stjórn Mariu
undirforingja gengu þeir hergöngu inn í fangelsis ferhyrninginn.
Þar uröu þeir fyrir óvæntu. Lúðraflokkur fangelsisins beið þar
eftir þeim. foringinn með taktstafinn uppreiddan. — Niður kom
taktstafurinn og fjörutíu gráklæddir listamenn léku hinn hrífandi
hersöng: “Áfram, kempur kristnar’’. Þetta kom hreyfingu á blóöið
í æðum Maríuj undirforingja, og yfir andlit hennar brá róslitum
roða. Þegar hermennirnir gengu inn í kirkjusalinn, þektu margir
fangarnir litla undirforingjann.
“Þetta er María. Þaö er enginn efi á því, kraftaverka María,”
heyrðist hvíslað hér og þar. “Trúðu mér til þess,” kom frá manni,
er í annað sinn var í fangelsinu, “hún verður farin að: tala um
kraftaverk innan fárra mínútna. ’ Hún trúir’ á þau. Hiún er biluð,
hvaö þaö snertir, og trúir, að þau geti orðið hvenær sem er.”
Jói var í sjöunda himni af gleði við hliðina á henni. Rödd hans
heyröist glögt í söngnum, og annað veifið hélt hann á lofti biblíu
Maríu, svo fangarnir hinir mættu sjá, að trú hans væri ekki biluð.
Hálf tvlft af nýjum hermönnum bættust undir merki krossins
um Morguninri og önnur hálf tylft um eftirmiðdaginn. Eftir kveld-
verðinn fluitti María bæn í iborð'salnum, og svo var haklið í salinn,
þar sem sýningin átti að vera..
Maria og hermenn hennar, Jói og tólf nýju liðsmennirnir, fengu
sæti 'Saman. Það byrjaði með upplífgandi og fjörugu inngangsspili.
Og svo var dregið frá tjald á palli, er reistur hafði verið í öðrum
enda salsins. Izzy var sá nefndur, er fyrstur sýndi list sína. Hann
var tilkyntur sem hinn útfarnasti galdramaður, og með sínum liðugu