Sameiningin - 01.02.1926, Side 18
48
fingrum, sem margan vasann höföu heimsótt, áóur en hann komst
undir hendur lögreglunnar, sýndi hann marg.t furöulegt meö spilum
og peningum. I,águr vexti, en liöugur og mjúkur, skemti hann föng-
unum vel me'ö kunnáttu sinni og töfrum. Hann geröi ýmsar sjón-
hverfingar , hélt sex eggjum á lofti án þess aö brjóta nokkurt þeirra,
en bar um leiö lampa með ljósi, á höföinu, og gerði svo margt anna'ö
furöulegt, að: áhorfendunum var vel skemt.
Næst var alvörublandinn skemtileikur, er fjórir fangar sýndu.
Þaö góöa var; láti'ð sigra í leiknum, og bófinn var látinn deyja í
krampaflogi. Sá, sem lék þaö, lét flogið vera svo hressilegt, aö hann
kastaðist frá einunt enda leikpallsins til annars, og þótti takast vel.
Villi' 'slátrari, í fangelsinu fyrir manndráp, horaöur útlits og
óaðlaðandi að ásýndum, söng meö þiöri og fagurri tenorrödd um
ekkju í smáhýsi, þöktu rósum og veöibréfum, sem átti að úthýsa, er
son hennar bar að garði meö féið, er við þurfti. Kvæðiö var ort af
skáldi, sem aðstoðaði við útgáfu “Vionarstjörnunnar”, sem var fang-
•dlsisblaðið, og gáfu áheyrendurnnr mjög greinilega vott þess, að
þeim geðjaðist stykkiö.
Þá var, beðið um af ýmsum, aö hann <syngi “Silver Threads
Among the Gold”, og söng slátrarinn það með svo mikilli viðkvæmni
og fegurð, aö öíl .mannþyrpingin stóð á öndinni. Þegar hann slepti
síðustu nótunni, kom dynjandi lófaklappið og hávær velþóknun á
söngnum, og varð slátrarinn að endurtaka sönginn. iHugur margs
fangans hvarflaði til baka til heimilis, er hann fyrir löngu hafði
tapað og gleymt þar til, er hann hlustaöi á þennan gamla söng,
sem aldrei fyrnist.
María og Jói sátu saman, og hvíldi merki hersins á knjám
þeirra. Þau héldu þétt hvort í hendina á öðru, og skemtu sér bæði
eins og börn að því, sem fram fór.
Svo kom nú höfuðstykkið, sem átti að binda enda á þetta jóla-
hald. Það voru menn meðal áheyrendanna, sem þarna höfðu verið
útilokaðir fráj heiminum í þrjátíu ár. Og það átti að sýna þeim
heiminn fyrir utan í hreyfimyndum. Það dundi við fagnandi lófa-
klapp, þegar hvítt tjald var látið falla, og á því birtist hringmyndað
Ijós.
Gamanleikir voru fyrst sýndir í hreyfimyndunum, og svo komu
myndir úr lífi samtíðarinnar, teknar af einu helsta hreyfimyndafélag-
inu í landinu. Fangarnir fengu að isj.á myndir af flóðum og eldi,
teknar af viðburðunum meðan þeir eru að gerast, af tilkomumikilli
heræfingu, af nýju herskipi, sem verið var að hleypa af stokkunum,
og svo af daglegu götulífi í New Yiork, Lundúnaborg, Berlin, París
og öðrum borgum víðsvegar u.m heirn. Þegar farið hafði þannig
verið um Iand og sjó, tilkynti sá, er myndirnar sýndi, með[ umsögn
á tjaldinu, að síðustu myndirnar ættu að sýna framför í flugvélum
og flugi.
“Frábært flug ýmsra flugmanna á Hampstead sléttunum á Long
Island, tuttugasta júní,” bar fyrir í tilkynningunni.