Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1926, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.03.1926, Blaðsíða 3
amrimngm. Mánaðarrit til stuðnings kirleju og leristindómi íslsndinga gsfið út af hinu ev. lút. lcirkjufélagi ísl. í Vesirheimi XM. Arg. WINjYIPEG, MARZ, 1926. Nr. 3. Jesús fyrir dómstólunum. I. Hjá Kaífasi. Réttarasalurinn er höll æSsta prestsins. ÞaS er komiS fast aS miðnætti. Samt hafa safnast þangaÖ allir hinir heldri prestar Og margir lei'kmanna-öldungar, og bíÖa þeir óþolinmóðir þess, aö flokkurinn, sem sendur var til aS handtaka Jesú, komi meÖ hann. HSöfÖingjar þes'sir hafa sezt í dómhring hinnar gömlu “Lögréttu,” sem Sanhedrim var nefnd á þeirra máli. Kaífas' tekur forsæti og hinir sitja i hálfhring út frá honurn, raÖaS eftir virÖingu og aldri. _ Dómstóll þessi hafði eitt sinn veriö hinn virðuglegasti, en nú var ekki eftir annað en formið tómt. Rómverjar höfSu tekið dómsvaldiS til sín, en leyfðu GyÖingum aÖ halda fornum siSum sínum og dæma um þau mál, er risu út af trúarbrögðum þeirra. Þegar dómstó.11 þessi stóÖ í blórna, giltu þar margar þær reglur, sem réttarfar prýÖa. Sakborning bar aS skoÖa sýknan þar til sökin var sönnuS. Ekki mátti taka mál nokkurs manns til meÖ- ferÖar, né dæma í því, nema svo að maöurinn væri viðstaddur. LögfræÖingur var skipaður til þess aÖ verja málstaö sakbornings og nefndist sá Baal-Rib. Þegar um líflátssök var aÖ ræöa, þurfti aö minsta kosti tveggja atkvæÖa meirihluta til að kveÖa upp sektardóm. Sýknardóm mátti 'kveöa upp samstundir, en s'ektar- dóm ekki fyr en sólarhringur var liðinn frá rannsókn málsins. Glæpamál mátti ekki dæma aÖ næturlagi, og engan mann mátti taka af lífi sama dag og hann var dæmdur. ViÖ réttarhaldiö þessa ömurlegu nótt voru öll lög fótum troð- in. ÞaÖ eitt vakti fyrir dómendum aÖ hafa líf Jesú. Réttarhald þetta til þess eins að geta eftir á taliö alþýðu trú um, aÖ hann hefÖi veriö yfirheyrSur og lögformlega dæmdur.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.