Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1926, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.03.1926, Blaðsíða 29
91 kirkjufélagi sínu. Hann var ritari mentamálanefndar Samein- uðu kirkjunnar, og fylgdi emíbættinu vera framkvæmdarstjóri á því sviíSi, sem starf nefndarinnar nær út yfir, Dr. Gottwald hafÖi e'kki kynst íslendingum fyr en hann heimsótti oss 1924. Bar hann oss söguna vel, og var sannur vinur okkar litla kirkju- fé'lags. Hlann ,var mjög vinveittur Jóns Bjarnasonar skóla, og var það rnikið fyrir hans áhrif aÖ leiðtogar SameinuÖu kirkjunn- ar mæltu með því ákveÖið að ptyrkja skólann fjárhagslega eins og raun varð á. Dr. Gottwald var 57 ára er hann lézt. Hann varö bráÖkvaddur 4. fehr. síÖastl. í Harrisburg í Pennsylvania, en heimili hans var í Erie i sama ríki. Hanni lætur eftir sig ekkju, eina dóttur og tvo syni. Er annar sonurinn trúhoÖi á Ind- 'landi. Kristnu mentastofnanirnar viröast aÖ vera aö fá aukna við- urkenningu mjög víÖa Auk ofangreindra lúterskra skóla, sem nú eru að' fá aukna viöurkenningu í auknum kröftum til að halda áfram starfi sínu, hefir Gustavus Adolphus College í St. Peter, Minn., orðiö fyrir því láni á þessum vetri að fá $500,000 í við- bót í endowment fund. Af því voru $100,000 gefin úr Rocke- feller sjóðnum. Á alþjóðaþingi K. E. U. M. (Y. M. C. A.) i Washington, D. C. á þessum vetri voru í einu hljóði sett þessi skilyrði fyrir því að vera atkvæðislbær meðlimur félagsins: “Að piltar séu ekki yngri en 16 ára og séu (1) meðlimir einhverrar evangeliskrar kirkju; og (2) undirskrifi eftirfylgjandi játningu: Eg játa hér með trú mína á Guð, og aðhyllist Jesúm Krist sem frelsara og Drottin. Eg þrái að iþjóna honum og að vera lærisveinn hans samkvæmt kenningu nýja testamentisins, og að taka höndum sáman við aðra í því að úfbreiða ríki Guðs; og eg er í fullu sam- ræmi við eftirfylgjandi augnamið K. E. U. M. i Bandaríkjunum og Canada og gef mig fríviljugan til þjónustu og styrktar því: að leiða unga menn til trúar á Guð fyrir Jesúm Krist, að' efla framför þeirra í öllum kristilegum þroska, að fá þá til að gerast starfandi meðlimir þeirrar kiikju, er þeir sjálfir kjósa, og að láta útbreiðslu Guðs' ríkis um allan heim verða að ráðandi til- gangi lífs þeirra. Norska kirkjan í Ameríku er nú að safna $500.000 til við'bót- ar í Bndowment fund tveggja sinna helztu skóla, Luther College

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.