Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1926, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.03.1926, Blaðsíða 28
90 saman um 250 þörn til guðsþjónustu. Drengir 10 til 12 ára í- klæddir hvítum skrúSa, stýra guðsþjónustunni og nota hiÖ fagra form (bis'kupakir'kjunnar. Kirkjan er þannig starfrækt af börn- unum og fyrir ibörnin. Alt .starfið er þó undir umsjón s'éra Phil Porter, sem er prestur í biskupakirkjunni. Sunnudagsskólanum er veitt forysta af lögfræðingi, og á virkum dögum er þar trúar- bragðakensla undir umsjón díakónissu. í fyrra komst talsvert rót á víða í Bandaríkjunum í þá átt að sporna á móti sölu og útbreiðslu siðs’pillandi iblaða og tíma- rita, sem ibirta óþverra sögur og annað af þv'í tægi, sem ekkert hefir til síns gildis, nema aS gylla það sem sízt skyldi í bráð virtust sem að nokkur árangur yrði, svo þessar bókmentir yrðu ekki alstaðar á 'boðstólum, en nú er -s'kýrt frá því í merku tíma- riti, að framleiðsla og útbreiSsla slíkra rita hafi á ný stórum aukist, og séu svo að segja alstaðar fáahleg Það s'em lakast er, kvað útlbreiðsla sííkra rita vera mest á meðal unglinga á miS- skólareki. ÞaS er ástæSa til þess fyrir foreldra alstaðar að fylgj- ast meS í því hvað börnin þeirra lesa. Jafnvel í smábæjum og þorpum er á boSstólum það, sem er stórspillandi. Þess eru dæmi að foreldrar gleðja sig yfir lestrarfýsn barna sinna, en vita ekki hvaða eitur börnin eru að næra sig á andlega. Lúterskur skóli í Saskatoon, sem nefndur er Saskatóon College, átti elckert bókasafn og hafSi heldur ekki ráS á að eign- ast þaS. Lutheran Brotherhood innan Sameinuðu lútersku kirkj- unnar i Ameríku varð þess áskynja og sendi út áskorun til presta kirkjufélags' síns að líta eftir í bókasöfnum sínum, hvort ekki væru þar bækur, sem þeir mættu án vera, en sem komið gætu skólanum að liði. Áttu þær aS sendast á Chicago skrifstofu félagsins. Ýfir þrjú þúsund Ibækur hafa veriS s'endar skólanum og kvað safniS vera hið vandaðasta. Nokkrir uppgjafaprestar sendu meginið af beztu bókum sínum. Umsjónarmaður þes'sarar bókasöfnunar lætur í ljósi ánægju sína yfir því hve vel hafi hepnast aS fá góðar bækur. Virðist það benda til að smekkur þessara presta hvaS 'bækur snertir, hafi verið góður. Látins er að geta dr. Frederick G. Gottwalds, sem heimsótti kirkjuþing vort 1924, sem erindreki frá Sameinuðu lútersku kirkjunni í Ameríku. Allir, sem sátu þaS þing, munu minnast þessa mikilhæfa manns og hinnar eftirminnilegu erinda, er hann flutti þar. Dr. Gottwald var einn af áhrifamestu leiðtogum í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.