Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1926, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.03.1926, Blaðsíða 24
86 hefir enga trú á því, sem stefnubræSur hans kalla "bókstaflegan innblástur” biblíunnar, en aðhyllist aftur á móti meginmálið í kenningum vorrar aldar, hugmyndina um óslitna framþi'óun gjörvalls lífs á jöröunni, og mannlífsins þar meS, og vegur alla hluti á metaskálum þeirrar heimspeki. ViS það er auövitaS ekki neitt sérstakt að athuga; hann heldur sér þar við stefnumerkið. En hitt er íhugunarvert, aS maður, sem gengur fram í þes'su lið- inu, ber þó eftir sem áður svo mikla virðingu fyrir eldgamalli ritningarsögu, að hann leitast við að| bera íblak af henni við já- ibræður sína. Hann harmar það, að “flestir ef til vill dæmi hana einhverja þá allra ómerkilegustu sögu, s'em þeir hafi lesið.” Rit- gjöröin er tilraun til að bjarga sögunni frá þeim dómi, tilraun til að sýna það, að sagan sé eftir alt saman stórmeúkileg, s'kýri frá sannsögulegum viðburði, þótt frásögnin sé óskýr og líkingarfull, og að “einstöku atriði hennar komi heim við það, sem náttúru- vísindin myndi segja um sama efni”. Það er engin nýlund'a, þótt hugsandi menn, sem trúa ritn- ingunni, leitist við að koma boðskap hennar heim og saman við ríkjandi skoðanir sinnar aldar. Grisk-sinnaðir Gyðingar iðkuðu þá list fyrir tvö þúsund árum. O'g alt fram að þessu hafa ját- endur sögulegrar kristni talið sér skylt, all-flestir, að samríma ritningarorðið við allan þann fróðleik annan, sem þeir leggja trúnað á, sögulegan eða vísindalegan. En ekki er laust við að nýhyggju-menn hafi< kýmt að þeirri viðleitni. Og þó gjöra þeir sjálfir nokkurnveginn hið sama, hvað eftir annað. Þrátt fyrir allar véfengingar, þá er eins og þeir annað veifið finni hjá sér hvöt til að sýna fram á það, að elztu ritningars'ögunum og yngstu vísindunum komi raunar elcki svo mjög illa saman, þegar öllu sé á botninn hvolft. Hvað sem segja má um samkvæmnina í þessu, þá er tilhneigingin í sjálfu sér góðra gjalda verð, og ekki alls kostar óeðlileg. Hún ber þess ljósan vott, að ritningin býr yfir heilögum krafti, sem ekki fyrnist; að hún talar eins og s'á sem vald hefir enn í dag, jafnvel til nýhyggjumanna. Þeir geta ekki dæmt orð' hennar úrelt með öllu — jafnvel ekki þau, sem talin eru fornfálegust. Eru þeir því einhvernveginn knúðir til að finna þeim orðum stað í hugmyndaheimi sínum, alveg eins og tíðkast hefir á vegurn eldri stefnunnar. Og vitanlega fær þá Skírnis-greinin all-mikið gildi, þegar hún er skoðuð frá þessu sjónarmiði. Hún er óbeinn vottur um lífsþrótt þann, sem fólg- inni er í heilagri ritningu. En að öðru leyti finst niér ritgjörðin ekki geta komið að til- ætluðum notum. Þessi gamla og nýja samrímingar-viðleitni er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.