Sameiningin - 01.03.1926, Blaðsíða 9
71
/lega háS þar. En prestahöföingjarnir voru alt of helgir menn
til þess aö þeir mættu stíga fæti inn fyrir dyr heiSins manns. Og
nú voru dagar hinna ósýrÖu brauÖa, og leæmu þeir þar í hús,
sem vera kynnu sýrö brauS, máttu þeir ekki vera við há-
tíðarhald það, sem fram átti að fara um kvöldið, og “óhreinir”
yrðu þeir um sabbats-helgina daginn eftir og óhæfir til helgisiSa-
þjónustu. Lætur Pílatus því flytja dómsrtól sinn út í ha'llargarð-
inn og setja hann á hápall steinlagðan, er til þess var gerður að
réttarhald gæti haldið verið þar úti í aheyrn almennings', ef á
þyrfti að halda. Var sá staður nefndur Gabbaþa.
Prestarnir, öldungarnir og þeir aðrir, er málið fluttu, leiSa
nú Jesú upp steinþrepið fram fyrir Pilatus. Réttarhaldið fer
fram á grísku, því sú tunga er alíþjóðamál um þær mundir. Jesús
hefir að sjálfsögSu kunnað grísku, þar sem hann var alinn upp
í Galíleu, en þar ibjó fjöldi útlendinga og menn töluðu þar tvær
tungur, .grísku og heimamálið.
Ríilatus sezt nú á dómstólinn og hefir veldisspíru sína í
hægri hönd. Skipar hann þegar talsmanni kærenda að segja fram
sö'kina. Tekur þá Kaífas til máls og mælir á þessa leið: “Væri
maður þessi ekki stórbrotamaður, hefðum vér eigi fært yður hann.
Það er á voru valdi að hegna fyrir smærri misgerðir, en glæpur
þessa manns er svo stór, að honum má einungis hegna eftir róm-
verskum lögum, það er með lifláti.
Pílatusi var vel kunnugt um alt, sem gerðist í landstjóra-um-
dæmi hans, og hefir honum alls ekki veriÖ ókunnugt um Jesúm.
Njósnarar hans hafa látið hann vita alt um. athafnir naðverska
spámannsins. Honum hefir því verið það kunnugt, að Jesús hafði
margbannað áhangendum sínum að ibeita valdi eða vopnum.
Hann var þess fullvís aS ræður Jesú höfðu aldrei hallast aS stjórn-
málum, en aðalefni þeirra verið átölur á prestastétt GySÍnga,
fræðimennina og Faríseana fyrir siðspilling þeirra og hræsni.
í rauninni hefir Pílatus 'látiS sér þaS vel líka. Honum gat því ekki
dulist það, að GySinga-höfSingjar þessir framseldu nú Jesú ein-
ungis af hefndarhug og til þess að losast við hann.
Geta niá nærri með hve mörgum smjaðuryröum og miklum
gullhamra-slætti Kaífas hafi kryddaS ræöur sínar. En fagurmæl-
in höföu önnur áhrif á Pilatus en til var ætlast. Hann hafði and-
stygð á hræsnishjali þessara blóðþyrstu Gyðinga-presta. Pilatus
grípur því fram í fyrir Kaifasi og segir: “Bg lit svo á, aö þetta
sé yðar mál, Gyðinganna einna, og fyrir því er réttast að þér fariS
meS hann eftir ySar lögum. Mér kemur ekki þetta mál við.”
Kaífas' hefir svar á reiðum höndum: “Gætið þess, ySar há-