Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1926, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.03.1926, Blaðsíða 30
92 í Decorah og St. .Olaf College í Nörthfield. Er ætlast til þess að sjóðnum verSi skift jafnt milli skólanna. Fjársöfnunin byrj- aði á skólunum sjálfum og munu tillög kennara og nemenda við skólana báSa verða um $40,000. Er það mikil upphæð, þegar þess er minst að lcennararnir allir hafa lág laun, og eru því fá- tækir menn. Og sjaldan, hefir námsfólk á skólum mikiS aflögu. En norska kirkjufólkiö er komið langt í þvi að læra ab leggja í sölurnar fyrir málefni kristindóms og kirkju. Ekki er talinn neinn efi á því að upphæðin öll fáist, og er þó' þessi fjársöfnun alveg sérstaks eðlis og hin venjulegu tillög til skóíanna eru þar að auki. ' ' ' K. K. Ó. Fyrsta ársskýrsla Trúboðsfélags kvenna í Fyrsta lúterska söfnuði. Winnipeg, 26. jan. 1926. Samkvæmt venjulegum félagsháttum viljum við leitast vi'5 a'5 gefa einhverskonar yfirlit yfir starf trúlboðsfélagsins á árinu. 1 félaginu eru seytján konur, a5 me'ðtöldum Mrs. Rúnólfur Mar- teinsson og Mrs,. V. Bjarnason ('Margrét Polsonj, sem flutt hafa burt á árinu, en teljast meðlimir félagsins. Inntektir á árinu voru $84.95, en útgjöld $82.67. Níu fundir hafa verið haldnir. Hver fundur byrjar me5 því, að sunginn er sálm- ur, þá er lesinn Btblíu-kafli og ibæn flutt. í fundarlok er sunginn sálmur og sameiginlega beöið “Faðir vor.” RitgjörS er lesin úr trúboðs-tímaritum, eða fréttir af trúboSssvæð- unúm, á hverjum fundi. Fjögur erindi hafa veriS flutt á fundum fé- lagsins, samkvæmt beiðni frá félagskonum, Hið fyrsta þeirra flutti séra Björn B. Jónsson, og var það um “viöhorf kristniboðsins i sam- tíöinni.” Á einum fundi talaði Mrs. Nellie Flint og lagöi til grund- vallar orðin: “Af þessu er kærleikurinn mestur.” Aðal-atri5i5 væri að eiga sem mest af honum, og þá væri verkunum borgið. Eitt erindi flutti séra Rúnólfur Marteinsson. Tók hann til umræðu síðustu skip- un frelsarans til lærisveinanna. Síðast en ekki sízt má nefna frú Helgason frá Reykjavík. Hún ávarpaði félagskonur sem systur, þar sem ihún tilheyrir trúboðsfélagi heima. Hún sagði frá fyrirkomu- lagi starfseminnar hjá þeim og talaSi hlýjum uppörvunar orðum til félagsins. Tvisvar á árinu höfðum við “Silver Tea,” — ánægjulegar stund- ir með góðum peningalegum árangri. Við annað það tækifæri talaði Mrs. Salverson, sem um þær mundir var stödd í borginni. Trúboðshjónunum, Mr. og Mrs. Octavius Thorlaksson, voru sendir $30.00 til styrktar starfsemi þeirra, og Mrs. Thorláksson var send jólagjöf. í heiðingja trúboðssjóð Kirkjufélagsins gaf félagið $35,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.