Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1927, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.05.1927, Qupperneq 4
Í30 nm annað hugsað, en trúarlífið og gleðina og sæluna, sem maður þá hefir í samfélaginu við Krist. Og þá njóta menn þess blessaða friðar, sem Guðs andi veitir manni, friðarins, sem heimurinn hvorki get- ur gefið manni, né heldur frá manni tekið. Þegar við lítum til þeirra manna, eða lesum um þá, sem okkur finnast verið hafa helgastir menn og við vild- um helzt líkjast, þá eru það þeir menn, sem í Guðs anda hafa átt himneskan frið í hjörtum sínum. Það eru hvítasunnu-mennirnir, mennirnir, sem fyltir hafa verið heilögum anda. Guð gefi nú kristninni vor á meðal heilagan anda og öllum mönnum sæluríkan sálarfrið í Jesu Ivristi. B. B. J. Mæðradagurinn, Þó ekki væri það fyr en .skömmu eftir aldamótin síð- ustu, að sú hefð komst á hér um Vesturheim allan, að halda annan sunnudag í maímánuði ár hvert sem mæðra- hátíð, þá er þó hugmyndin æfagöníul. Það hátíðarhald verða menn fyrst varir við austur í Litlu-Asíu löngu fyr- ir Krists f^ðingu. Var á þeirri hátíð dýrkaður kven- guðinn Rhea, “liin mikla móðir guðanna”. Rheu-dýrk- un barst til Rómverja um miðbik þriðju aldar f. K. Var sú hátíð nefnd Hilaria. Voru þá færðar fórnir í must- erum Rheu og vegsamaðir hinir fögru eiginleikar móð- urinnar. Eftir kristnitöku Rómverja hélst þessi hátíð við, en var haldin í kristilegum anda. Síðar kom kirkjan í stað móðurinnar og var dýrkuð sem móðir liinna trúuðu. Rheu-hátíðin liafði haldin verið í heiðnum sið í marz- mánuði miðjurn. Kirkjuhátíðin var haldin um sarna leyti, sunnudaginn í miðföstu. Átti þá hver maður að vitja kirkju þeirrar, sem hann hafði verið skírður í, og færa henni gjafir. Af þessum rótum mun sá siður runninn, sem barst víða um lönd, að á sunnudaginn í miðföstu .skyldi öllu þjónustu-fólki frjálst, hverjum vistar-.böndum, sem það

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.