Sameiningin - 01.05.1927, Síða 7
133
mæÖranna, verndari heimilanna, og verndar-engill æsk-
unnar um heim allan.”
Fyrir hönd harnanna í Manitoba svaraði Mr. W.
Sadler, forseti kennara-sambandsins í fylkinu, kveðjunni
með þessum orðum:
“Kæru félagar í gamla Yallandi! Við, drengir og
stúlkur í Manitoba, þökkum ykkur fyrir hina dásamlegu
friðar-kveðju ykkar. Ó, að ykkar göfugmannlegu orð
fái, með hjartslætti ljósvakans, borist til hjartna allra
barna í veröldinni, og hinn brennandi andi orðanna
kveiki áhuga allra barna fyrir mesta velferðarmáli
mannkynsins, alheimsfriði. Grundvöllur framtíðar-
friðarins hvílir á hugsjónum æskunnar, sem nú vex
upp.”
Kveðjur, svipaðar þessum, herast þessa dagana á
öldum ljósvakans milli barnanna um allan heim. Og nú
er svo komið, að eldra fólkið fær heldur ekki orða bund-
ist. Fvrir því er stofnað til þessarar góðvildar-hátíðar,
sem haldin var víst víða um lönd nú í miðjum maí. Guð
gefi sinn góða anda til þess, að viðleitni þessi verði að
tilætluðum notum og góðvildin aukist með mönnunum
bæði f jær og nær. —B. B. J.
Þjóðbandalagið.
Yart hefir annar atburður orðið í heimi um margra
alda .skeið, sá er meira gildi hefir fyrir velfarnan mann-
kynsins, heldur en stofnun Þjóðhandalagsins (League of
Kations). Atburður sá gerðist síðla dags laugardag
14. febrar 1919, í hinni geysimiklu liöll utanríkis-ráðu-
neytisins í Parí.s. Sátu þar á ráðstefnu um sjötíu full-
trúar þjóðanna, er við styrjöldina miklu höfðu verið
liðnar, og ræddu friðar-sáttmálann. Eitthvað fjörutíu
þjóðir áttu þar fulltrúa, er næsta ólíkir voru hver öðr-
um að hörundslit, trúarbrögðum og’ siðmenning. For-
sæti skipaði stjórnarformaður Frakka, Clemen-ceau; til
hægri handar honum sat Woodrow Wilson, forseti
Bandaríkja, en á vinstri hönd David Lloyd-George, for-
sætis-ráðherra Breta.