Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1927, Síða 8

Sameiningin - 01.05.1927, Síða 8
134 Óðar en fundur var settur, stóÖ upp Wilson forseti og las hátt fyrsta uppkast sáttmálans um bandalag þjóðanna, og útskýrði hann grein fyrir grein. Það var örlagaþrungin stund í sögu mannkynsins. Svo liefir sjónarvottur skýrt frá, að bæði rödd og hreyfingar for- setans hafi .borið þess vott, að liann hafi verið ])ess víss- vitandi, að aug-u veraldarinnar, mannkynssögunnar og ókominna alda horfðu þá á hann. Það var krýningar- dagur Wilsons forseta; eftir friðarþingið beið hans ekki annað en ósigur og auðmýking. Þrátt fyrir ömurleg afdrif Woodrow Wilsons og stefnu hans í alþjóðamálum hjá hans eigin þjóð, stendur sú staðreynd, að Woodrow Wilson á heimurinn að þakka Þjóðbandalagið og þá blessun alla, er mannkyninu hefir fyrir það fallið í skaut. Hugmyndin var upphaflega ekki síður komin frá Bretum, og á fundinum .sátu margir þeir, er engu síður en Wilson báru fyrir brjósti friðarstefnuna—svo sem þeir Ceeil, Smuts og Bourgeois—, en AVilson einn hafði bæði vilja og vald til þess að neyða friðarþingið til þess að gera .stofnun Þjóðbandalagsins óaðskiljanlegan hluta friðar-sáttmálans. Frá því fékst Wilson ekki til að víkja hársbreidd; og hann hafði sitt frarn. Banda- lagið er minnisvarði Wilsons forseta, og fyrir því lætur mannkynið minningu hans aldrei glatast. Engin mannleg stofnun he'fir, fyr eður síðar, átt jafn-miklum vinsældum að fagna, né heldur við jafn- mikla óvild að etja, og Þjóðbandalagið. Ótal miljónir manna skoða það sem vonarstjörnu á skýjuðum himni mannlífsins; en margir líta og Bandalagið fyrirlitning- araugum. Þrír eru aðallega flokkar þeirra manna, sem fyrirlíta Bandalagið og hafa ýmugust á viðgangi þess. Það eru, í fyrsta lagi, þeir, sem 'fast halda við hina gömlu trú á alger yfirráð ríkisins og réttmæti bolmagns- ins; í öðru lagi þeir, sem trúa því, að engar umbætur geti átt sér stað og búast við bráðu hruni siðmenningarinnar og eyðing mannfélagsins á voveiflegan hátt; og í þriðja lagi eru bráðlyndir byltingamenn, sem stórreiðir eru Bandalaginu fyrir það, að það gerist ekki í einni svipan það yfirvald, sem hálshöggvi það alt, sem þeim er í nöp við. svo sem þjóðræknis-vitund og stóriðnað.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.