Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1927, Side 12

Sameiningin - 01.05.1927, Side 12
138 sinnar og beinurn fyrirmælum laga sinna. Betur að svo sé. Svo sem alkunnugt er, þá hefir aðal-styrkleiki kaþ- ólskrar kirkju verið falinn í þeirri trú kaþóiskra manna, að páfinn í Bómaborg sé liér á jörðinni óskeikull umboðs- maður Guðs almáttugs og honum beri skilyrðislaust að hlýða; hann sé hátt upp hafinn yfir allar stjórnir land- anna og lög þjóðanna. Getur þá sá maður, sem játast skilyrðislaust undir hlvðni við páfann og alheims-yfir- ráð haixs, verið sjálfstæður maður í stjórnmálum? Ekki þaúf langt að leita aftur í aldirnar eftir úr- skurðum páfa og lagasetningum kaþólskar kirkju, sem afdráttarlaust mótmæla yfirlýsingum Mr. Smiths. Fáein dæmi má nefna. 1 frægum úrskurði sínum frá 1864, fordæmir Píus páfi níundi í embættisnafni þá villukenning, er því mót- mælir, “að kirkjan hafi heimild til þess að beita valdi, beinlínis og' óbeinlínis, í veraldlegum efnum. ” 1 páfa- bréfi því, er þessi villukenning merkt nr. 24; en nr. 42 er sú villukenning, sem og er fordæmd, “að fari svo að lög kirkjunnar og lög landsins rekist á, þá eigi lög kirkjunn- ar að víkja.” Sami páfi lét sig hafa það árið 1867, að ráðast á gildandi ríkislög í Austurríki með þessum orðum: “Með postullegu valdi Voru afmáum Vér og fyrirdæm- um lög þessi og með sama myndugleika dæmum Vér þau dauð og ómerk.” í páfabréfi 1864 dæmir Píus níundi' það syndsam- lega villukenning (nr. 77), “að á Vorum dögnm sé því haldið fram, að það sé eigi lengur tilhlýðilegt að kaþólsk trú sé talin hin eina lögmæta trú og öllum öðrum trú- flokkum vísað á dyr. ” Sömuleiðis fyrirdæmir hann þá villikenning (nr. 77), “að sérhverjum manni sé frjálst, að hafa og játa hverja þá trúarskoðun, sem hann eftir beztu vitund telur sanna og rétta. ’ ’ Árið 1832, 15. ágúst, komst Gregoríus páfi sextándi þannig að orði í embættisnafni': “Af þessu svívirðilega alvöruleysi stafar sú fáránlega og skaðlega villa, eða

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.