Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1927, Síða 13

Sameiningin - 01.05.1927, Síða 13
139 öllu heldur brjálæði, sem það staðhæfir, að allir menn eigi rétt og’ heimtingu á samvizkufrelsi. ” Píus páfi níundi tekur fram í páfa-úrskurði 9. des. 3854, að “við það heri að kannast sem rétta trú, að ó- mög-ulegt sé það nokkrum manni, að öðlast sáluhjálp annarsstaðar en í hinni postullegu, rómversku kirkju. ” Páfinn fyrirdæmir þá villu, “að maðurinn geti fundið veg sáluhjálparinnar í öðrum trúarbrögðum” og neitar því (villikenning nr. 16), “að trú Mótmælenda sé ein- ungis annar búningur hinnar sörnu og sönnu ikristilegu trúar og þar geti maður fundið velþóknun í augum Guðs, líkt og í kalþólsku kirkjunni.” Dæmi þessi nægja til þess að sýna, að páfarnir eru á nokkuð öðru máli en Mr. Smith í New York. Vonandi er, að stillilegar umræður leiði það í ljós, hvort kaþólskir menn í Ameríku skoði sig lausa undan valdi páfans í istjórnmálum og borgaralegum efnum. En með söguna að baki sér, þarf það engan að hneyksla, þó að því sé spurt, þegar um það er að ræða, hver halda skuli urn stjórnartaumana. —B. B. J. Grundvöllur kœrleikans. Til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verða rót- festir og grundvallaðir í kærleika. —Ef. 13, 17. Meir en lítil gleði hlýtur það ,að vera öllum góðum mönnum, að heyra um þe.ssar mundir í öllum áttum talað um góðvild og frið. Það er víst óliætt að fullyrða, að um ekkert annað sé jafn-mikið rætt og ritað. Ekki ef- umst vér um, að flestum, sem um góðvildina og friðinn ræða og rita, sé alvara. Og víst er um það, að vel er þvf máli tekið, hvar ,sem það er flutt. Það er líkast því, nú sem stendur, að mikill hluti mannkynsins sé þreyttur orðinn á óvild og ófriði. Menn þrá frið og kærleika. Þetta er gleðilegt tákn, og ber öllum kristnum mönnum að fagna yfir því. Vér megum .samt ekki láta blekkjast af fögrum orð-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.