Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1927, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.05.1927, Qupperneq 14
140 um einum saman. Yér megum ekki telja þúsundára- ríki friðarins áreiðanlega komið, þó talað sé mikið um frið og bræðralag þjóða. Til þess að friður sé trygður, þarf eðli og hugarfar manna að gjör.breytast, Ekki er við því að búast, að sií gjörbreyting verði skyndilega. Og ekki veit maður nein ráð til þess, að sú breyting verði, nema svo, að Guð fái að búa % hjörtum mannanna. Það liefir enginn maður ritað um kærleikann með meira skilningi en Páll postuli, og líklega enginn lýst eiginleikum kærleikans jafn skilmerkilega 0g hann. Er um kærleikann ræðir, verður ekki lengra jafnað, en í 13. kapítulann í fyrra Korinþubréfinu. Páll ritaði líka bréf til fólksins í Efesus og áminti það um, að leggja rækt við góðvildina og kærleiksríkt hugarfar. En hann gerir það ljóst, að kærleikurinn sé mönnum ekki eðlilegnr, nema svo, að’ hjörtu mannanna sé kristin. Kærleikur- inn í fari mannsins er miklu fremur ávöxtur, heldur en rótin sjálf. Kótin er Guð í hjarta mannsins. Postulinn telur það æðsta þroskastig mannsins, að hann verði rót- festur og grundvallaður í kærleika. En rótfestir og grundvallaðir í kærleika verða menn aldrei, segir post- ulinn, nema fyrir það, að Kristur búi fyrir trúna í hjört- um þeirra. Þessu megum vér áreiðanlega trúa. Vér verðum aldrei kærleiksríkir menn, nema svo sé, að Jesús búi í hjörtum vorum. Þegar vér því tökum undir með bræðrum vorum og biðjum um frið og góðvild, þá höfum vér það hugfast, að kærleikurinn verður að hvíla. á traustum grundvelli og að grundvöllurinn er Jesús Kristur. Við höfum mikla ábyrgð á herðum okkar, sem trúum á Krist. Það er okkar hlutverk að leggja grundvöllinn undir kærleikann og friðinn, sem heimurinn nú þráir. Við verðum að gera heiminum það ljóst, að hann'verður að hafa Jesú fyrir grundvöll kærleikans. En við þurfum að gera meira, en að segja heiminum þetta; við þurfum að sýna honum það. Það er hið háleita hlutverk kristinna manna nú, að leggja heiminum til gnmdvöll þann, er hann fái bygt á bæði friðinn og góðvildina. Og grundvöllurinn er Jesús. Þegar Jesús býr fyrir trúna í hjarta mannsins,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.