Sameiningin - 01.05.1927, Blaðsíða 16
l42
görðum, sem langt eru burtu, en hirða ekki um illgresið
heima í sínum eigin garði. Eins eru margir fljótir til
þess, að taka undir lagið, þegar það hljómar til manns
langt utan úr geimnum, en þeir kenna ekki hjarta
sjálfs sín að syngja. Þann veg er og farið, því miður,
að o'f-miklu leyti þessu helga máli um góðvild og frið.
Það eru fagrir hljómar langt úti í geimnum. Við dáum
þá og lofum, meðan þeir eru þar, en þegar til þess kem-
ur, að leika þá hljóma sjálfir á strengi hjartans, þá
verða þeir einatt falskir og hjáróma.
Það sé því vor ,bæn, að við bætum ráð okkar og ger-
um að tillagi okkar til alheims-friðarins friðsemi og góð-
vild í hjörtum okkar sjálfra. Og við skulum rótfesta og
grundvalla kærleikann með því, að láta Jesú Krist búa
fyrir trúna í hjörtum okkar.
í annan stað skal það vera tillag okkar til alheims-
friðarins, að við semjum og tryggjum frið og góðvild í
mannfólags-hópi þeim, er við tilheyrum.
Það má óhætt fullyrða, að í íslenzku mannfélagi hér-
lendis, ,sé friðarkrafan að verða að sínu leyti jafn-
ákveðin og almenn eins og hún er á hinu stærra sviði
heimsmálanna. Alþýða hér er löngu orðin leið á ófriði.
Þeir sem ófrið vekja og sundurlyndi, eiga ekkert athvarf
lengur hjá alþýðu. Sá tími er nú þegar kominn, að ill-
kvitni og árásir á menn og málefni verður ekki liðið. Á
öllum sviðum gildir það, sem frelsarinn sagði: “Allir
þeir, sem grípa til sverðs, munu farast fyrir sverði.”
Engin kirkja, ékkert félag, ekkert blað, ekkert tímarit
má við því lengur að vekja ófrið og illdeilur. Þeim
þroska hefir velsæmis-vitund almennings náð, að til
lengdar skal hvorki einstaklingum, flokkum, né félögum
líðast að halda illdeilum uppi.
En með þessu er þó takmarkinu alls ekki náð. Þó
“kyrt sé að kalla”, eins og fornmenn fcomust að orði, þá
er efcki friður trygður í mannfélagi voru fyr en góðvildin
fær að skipa öndvegi í öllum félagsmálum og í sambúð
manna. Yið þurfum að halda hér “góðvildar-dag”, sem
vari frá morgni til fcvölds æfinnar.
En það er bjargföst trú vor, að sú góðvild, sem