Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1927, Page 17

Sameiningin - 01.05.1927, Page 17
verið getur eins og sólskin hér í mannfélaginu og lýst það og vermt, öllum til blessunar og gleði, hljóti að vera rótfest og grundvölluð í trú hjartans á Jesúm Krist. Pyr- ir vort leyti trúum vér því, að það eigi heima í mannfélag- inu hér alveg eins og í Efesus, að til þess að kærleikur- inn sé rótfastur og grundvallaður, þá þurfi Kristur að húa fyrir trúna í hjörtum nianna. Leggjum því rækt við Krists-lífið í okkur. Yerum með sama hugarfari og Kristur. Hö'fum daglegt samfélag við Drottin í trú og hæn. Þá verður góðvildin okkur eiginleg. Og þá getum við lagt okkar bróðurskerf til friðarstefnunnar nær og fjær. Eins og börnin í Wales senda nú öllum öðrum börn- um undir sólinni ástúðlega kveðju, og svo taka miljönir harna undir kveðjuna og sárbæna allar þjóðir að tryggja ævarandi frið í heiminum, svo skulum vér öll, sem viljum vera Guðs börn, ganga nú góðvildinni til handa. Við skulum leita sælunnar í hugarfari sjálfra okkar, láta okkur skiljast það, að einasta vellíðan mannsins er falin í hreinu og kærleiksríku hugarfari. En góðvild hjart- ans skal rótfest og grundvölluð í ást til Guðs og trú á Jesúm Krist. Friður hjarta vors við Guð í Jesú Kristi ,sé tillag vort í friðar-sjóð mannkynsins. —B. B. J. Á þriðja sd. e. páska—Jóh. 16, 16-23. (pessa stuttu stólræðu hefiir verið beðið að brrta). Eg vil aftur, eins og á sunnud. var, vekja athygli yðar á sam- bandi guðspallanna, sem valin eru hvert á eftir öðru þessa Drott- ins daga, sem tilheyra páskahátíðinni. Á sjálfri páskahátíðinni hljómaði um heiminn allan boðskapurinn um upprisu Jesú frá dauðum. Á sunnudaginn næstan á eftir páskum var sagt frá því, hvernig Jesús birtist postulum sínum lifandi eftir píslirnar og færði þeim heim órækar sannanir fyrir því, að hann væri á lífi,-—< og þá fengum vér og að skoða þann andlega og dýrlega líkama, sem hann har eftir dauðann og athuga eðli hans. Á annan sd. eft-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.