Sameiningin - 01.05.1927, Qupperneq 19
H5
svo dauSans lítiÖ um og látum okkur svo dauðans lítið dreyma um
dýrð og dásemdir Drottins. Við erum öll svo dauðans vantrúuð.
Eða réttara sagt, við erum í andlegum efnum svo dauðlega dofin.
Við gefum okkur ekki að því, að njóta dýrðarmyndanna, sem oss
eru sýndar í Guðs orði. Við lokum sjálfir fyrir okkur ljóssins
heima og leyfum sjálfum okkur ekki til hlýtar að dreyma um það,
sem á að verða hlutskifti okkar innan skamms. Eða hvað oft
hefir þú, vinur minn, setið með myndina af Jesú, sem þú átt
geymda í nýja testamentinu þínu, í höndum þér, horft á hana
föstu augnaráði, og látið þig svo dreyma um það, þegar þú færð
að sjá hann sjálfan,—gert þér í hugarlund, hvernig hann verði
útlits, hvernig hann taki á móti þér. Þetta er ekkert hégómatal,
á ekkert skylt við veiklað drauma- og tilfinninga-fum. Langt
frá því. Svo framarlega sem þú ert kristinn maður, þá er Jesús
þér langmesti og sannasti raunveruleiki lífsins. Og hér er um
staðreynd að ræða,—staðreynd sem staðfest er af honum sjálfum,
að þú eigir að fá að sjá hann. H'vort getur þá nokkur stilt sig um
að hugsa til þess, hlakka til þess, búa sig undir það, gera sig sem
hæfastan til þess, og vera svo hreinn og flekklaus, sem verða má,
svo maður þurfi sem minst að fyrirverða sig, þegar maður
fær innan skamms að standa augliti til auglitis við herran Jesú.
—Eg er að hugsa um það, hvort við, sem hér erum á helgri foæna-
stund í Guðs húsi þetta kvöld, ekki getum öll, með leiðsögn heil-
ags anda, látið augun aftur, og gert oss mynd af honum, honum
sem við öll eigum að fá að sjá—innan skamms.
Og svo er þá hið annað atriði: hvar það verður, sem við fá-
um að sjá hann. Það tekur hann sjálfur fram. Það verður hjá
föðurnum. “Eg fer til föðursins,” segir Jesús. Það verður í hús-
um okkar himneska föðurs, að við hittum frelsarann. Þar segist
hann og munu hafa stað tilreyddan handa okkur öllum. Eg veit
það þarf ekki að gera neinum þeim manni, sem lært hefir að
hugsa á andlega vísu, grein fyrir því, hv'ar föðurhúsið sé. Til
andans heima nær enginn landafræði. Við köllum bústaði Guðs
“himna” og ríki hans “himnaríki,” af því við viljum tileinka þvi
eðli hins háa og heilaga. En Guðs ríki og hús vors himneska föð-
ur á engin takmötk. Það er ejns stórt eins og heimur andans er.
Það er eins stórt eins og Guð sjálfur, og jafnt alsstaðar eins og
Guð er alsstaðar. En þá má segja að við komum heim í okkar
föðurhús, þegar við komumst til ljósrar og lifandi vitundar um
það, að við erum hjá Guði. Föðurhúsin eilífu eru samfélag vort
við Guð í eilífðinni. Þar eigum við að fá að sjá Jesú. Og þar
mun hann heyra bænina, sem lærisveinarnir báðu forðum, og við