Sameiningin - 01.05.1927, Síða 22
því dauðinn er ekki annað en sú hrygð, sem breytist í æðstu sælu—■
fæðing til eilífrar dýrðar. —B. B. J.
Aska.
Ræða eftir De Witt Talmage.
“Hann seður sig á ösku”—*') Jes. 44, 20.
Spámaðurinn Jesaja lýsir hér afguðadýrkun og heimshyggju-
samtíðarinnar, en lýsingin á alt eins vel við mataræði það hið and-
lega, sem tíðkast allmikið nú á döguni: Heimurinn efnir til mik-
illar veizlu og býður gjörvöllu mannkyni. Diskarnir eru kúffull-
ir; það flóir út af hverjum bikar; veggirnir eru skreyttir blóm-
sveigum. Gestirnir setjast undir borð við glaum og gleði. Þeir
taka sér aldinþ en hýðið er fult af ösku. Þeir lyfta staupunum
að munni sér, en drykkurinn er gall. Þeir snerta blómsveigana;
en blómin eru duft og hrynja niður, þegar á þeim er tekiS. Ekki
veit eg af nokkrum öðrurn ritningarstað, sem gefur eins gagnorða
lýsingu á því, hvernig heimsnautnirnar svíkja augað, tunguna,
vörina og hjartað, eins og þessa sérstöku málsgrein hjá Jesaja,
þar sem spámaðurinn lýsir sælkera heimsins og spgir: “Hann
seður sig á ösku!”
Eg vil ekki meta heimsgæðin eftir vitnis'burði þeirra manna,
sem hafa orðið út undan. Sumir fyrirlíta heiminn aðeins fyrir
þá sök, að þeir komast þar ekki til auðs eða metorða. Og af því
að þeir verða útundan í eftirsókninni, þá hallmæla þeir hlutunum,
sem þeir vildu þó fegnir eiga. Fyrir því vil eg heldur skírskota
til þeirra, sem heimurinn hefir hossað; þeirra, sem hafa setið við
háborðið.
Fyrst mun eg biðja konunga heimsins að standa upp og gefa
vitnisburð sinn. Þeir munu hafa langar sögur að segja af and-
vökunóttum, eitruðu víni, svikráðum, ófriðarógnum utan að og
uppreistarvoða heima fyrir. Farið yfir konunga-nöfnin; spyrjið
Georgana, Hinrikana, Maríurnar og Katrínarnar, eða konur eins
og lafði Jane Grey, hvort þeim hafi fundist hásætið óhultur sess,
*)Hér er dálítill orðamunur í þýðingunum. “He feedeth on
a^shes” stendur í ensku þýðingunni, en í þeirri islenku er máls-
greinin útlögð á annan veg: “Þann mann, sem sækist eftir ösku,”
o. s. frv.