Sameiningin - 01.05.1927, Blaðsíða 24
um staupum, rífa sundur upþlitaSar silkislæ!5ur, loka dyrum á auÖ-
um veizlusalnum og hrópa: “Aska!”
Margir eru til, sem reyna aS næra sálir sínar á blendingi van-
trúar og sannleika. Þeir segja, að margt sé gott í biblíunni, en
hún sé alls ekki guÖinnblásin. Þeir segja að Kristur hafi verið
góður maður, en alls ekki farið með óbrigðult Gu'ðs erindi. Trú-
arbrögð þeirra eru tíu partar mannúð, tíu partar dulspeki, tíu
partar eigingirni með einum parti af guðspjallslærdómi, og á þess-
um auma blendingi vilja þeir næra sálir sínar. Jafnvel þótt hag-
ar Guðs sé vel vökvaðir og alþaktir grænum gróðri.
Hefir þú nokkurn tíma séð sœlan trúleysingja? Hefir þú
mætt manni, sem efaði alt og átti þó frið í hjarta sínu? Hefir þú
þekt nokkurn guðsafneitanda, sem var ánægður með lífið? Ekki
einn einasta! Alt frá dögum Gibbons og Voltaires til þessa dags,
ekki einn. Þeir þræta um Guð; þeir þræta um ritninguna; þeir
þræta hver um annan og hver við annan. Þeir reyna að draga
saman alla lærdóma Guðs og tendra undir þeim elda fyndni sinn-
ar, fyrirlitningar og bituryrða; og svo dansa þeir í bjarmanum af
þeim eldi, og róta í glæðunum eftir einhverju því, er geti orðið
þeim til huggunar á dauðastundinni; en það sem þeir finna löm-
uðum sálum sínum til huggunar, er ekki neitt.
Voltaire segir: “Mér virðist jörðin vera alskipuð dauðýflum
en ekki mönnum. Eg vild óska þess, að eg hefði aldrei verið
fæddur!”
ITume segir: “Eg er eins og maður, sem hefir anað fvrir
eggjagrjót og aurbleytur, og ætlar nú að leggja í haf á gömlu
bækluðu lekahripi.”
Chesterton lávarður segir: “Eg hefi komið á bak við tjöldin.
Eg hefi séð, hver akreiðinn er klumbslegur og kaðlarnir óhreinir,
sem leiktjöldum þessum er hagrætt með. Eg hefi bæði séð og
þefað tólgarkertin, sem lýsa leiksviðið. Eg er bæði þreyttur og
sjúkur!”
Risið á fætur, Erancis Newport, Hume og Voltaire, og allir
þér, sem horfnir eruð úr heimi þessum yfir í eilífðina; rísið á
fætur og segið til, hvaS yður virðist nú um öll yðar kallsyrði og
hæðnisgjálfur í garð vorrar heilögu trúar! Hvað virðist yður
nú um öll yðar napuryrði gegn helgum dómum? Þeir komu vein-
andi fram úr myrkrinu, til grafreitanna þar sem bein þeirra eru
jörðuð, benda niður í grafarduftið og hrópa einum rómi: “Aska !”
Ó, hvílík meinvilla fyrir ódauðlega sál! Hvers konar eirð-
arleysi er það, sem stundum kemur að þér? Hverju sætir það, að