Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1927, Síða 27

Sameiningin - 01.05.1927, Síða 27
153 Gjöri eg þá ekki rétt, þegar eg leitast við aÖ fá alla menn til aÖ hafna öskunni og taka brauðiS, að hafna ófullnægjandi heims- gæðunum og velja heldur dj'rðarhnossið Guðs og eilífðarinnar ? Jafnvel þótt þú ættir allan heiminn um alla heimsins tið, þá yrð- ir þú þó að missa hann á endanum! Því að eldur mikill mun brjótast fram úr hlíðum hálsanna; það mun koma eldur að neðan og eldur að ofan og jörðin mun hyljast í eldhafi. Liogarnir munu brjótast innan frá, þeim mun rigna ofan að; jörðin mun verða eins og eldsofn brennandi, síðan eins og glóandi kol, en síðast eins og eimyrjuhrúga, sem smám saman kulnar út; og reykjarmekk- irnir munu fara minkandi, þangað til ekki er eftir nema daufur eim-stafur, sem liðast upp frá rústunum, og síðasti neistinn slökn- ar að eilífu. Og eg sé tvo engla mætast yfir grárri hrúgunni; annar þeirra flýgur hjá, og hrópar: “Aska!” og hinn, mun svara, um leiíS og hann flýgur út í ómælileikann: “Aska”. Og allur himingeimurinn bergmálar orðið aftur og aftur: “Aska! aska! aska!” Guð forði okkur öllum frá því að kjósa okkur svo fá- nýtan feng að hlutskifti. Eg er ekki hræddur um.það, að þið munið ekki geta séð, að Kristur ber langt af öllum gæðum heimsins, en hitt óttast eg, að Jnð munið láta heillast af voða töfrum einhverjum, og slá Jdví á frest, sem bæði Guð og englarnir og stríðandi kirkjan segja ykkur, að ekki þoli stundar bið. Ekki fullyrði eg, að Júð munið hverfa burt úr heiminum vofeiflega; að hestur muni slá ykkur í hel, eða þið munið falla niður um lúkugat, eða að timbur af háum smíða palli muni falla niður og slá ykkur í hel; en eg íullyrði það, að burtfararstundina muni bera bráðara að, heldur en flesta af ykkur grunar; og mig langar til þess að J>ið verðið á réttum vegi, áður en voðinn skellur á. Spánverskur maður drap Mára í bræði sinni. Síðan varpaði hann sér yfir skíðgarð í dauðans ofboði, mætti garðmanni, sagði honum alla söguna og bað hann ásjár. Garðmaðurinn sagði: “Eg skal bindast trúnaði við þig. Þú etur aldini þetta, og skal það vera þér til merkis um það að eg veiti þér ásjá svo lengi sem unt er.” En svo komst garðmaðurinn að Jdví, að það var sonur hans, sem maðurinn hafði drepið ! Hann fór til Spánverjans og sagði: “Þú varst illur. Þú ættir að deyja. Þú deyddir drenginn minn. En eg hefi heitið þér trúnaði, og heit mitt get eg ekki rof- ið.” Svo fékk hann Spánverjanum skjótasta hestinn, sem J>ar var til, og innan stundar var maðurinn kominn langar leiðir í burt og búinn að forða sér.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.