Fréttablaðið - 16.03.2011, Qupperneq 4
16. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR4
ICESAVE Utankjörfundaratkvæða-
greiðsla vegna þjóðaratkvæða-
greiðslunnar um Icesave, hefst
hjá Sýslumanninum í Reykjavík
í dag.
Kosið er á skrifstofutíma á
milli klukkan 9.00 til 15.30 alla
virka daga til 25. mars. Á laugar-
dögum er hægt að kjósa á milli
12.00 og 14.00.
Frá og með mánudeginum 28.
mars fer atkvæðagreiðslan fram
í Laugardalshöll.
Sjálf þjóðaratkvæðagreiðslan
fer fram þann 9. apríl.
Kosningar um Icesave:
Utankjörfundar-
staðir opnaðir
SAMGÖNGUR Vegagerðin keypti í árs-
lok 2009 rannsóknargögn Greiðrar
leiðar hf. vegna ganga undir Vaðla-
heiði á 100 milljónir króna. Að
sögn Hreins Haraldssonar vega-
málastjóra rennur þessi upphæð
inn í Vaðlaheiðargöng hf. sem hluti
hlutafjár Vegagerðinnar í félaginu.
Pétur Þór Jónasson, fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitarfé-
laga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
og fulltrúi Greiðrar leiðar í stjórn
Vaðlaheiðarganga, segir stærsta
hluta kostnaðarins vegna rann-
sóknargagnanna felast í jarðfræði-
rannsóknunum og borunum sem
gerðar voru undir stjórn Ágústs
Guðmundssonar jarðfræðings á
árinu 2005. Margar fleiri úttekt-
ir liggi einnig að baki, til dæmis
varðandi hugsanlegar fornminjar
á svæðinu.
Í ársreikningi Greiðrar leiðar
fyrir árið 2008 eru rannsóknar-
gögn félagsins metin á 60,2 millj-
ónir króna. Vegagerðin greiddi
hins vegar 100 milljónir fyrir
gögnin ári síðar, eins og fyrr segir.
„Mismunurinn er uppsafnaðar
verðbætur sem samkomulag var
um að greiddar yrðu ofan á kostn-
aðinn,“ útskýrir Pétur Þór og und-
irstrikar að aðeins sé um verðbæt-
ur að ræða; engir vextir hafi verið
reiknaðir ofan á útlagðan kostnað
Greiðrar leiðar. - gar
Vegagerðin keypti rannsóknargögn um Vaðlaheiðargöng með verðbótum:
Seldu gangagögnin á 100 milljónir
LÖGREGLUMÁL Tollverðir á Kefla-
víkurflugvelli handtóku fyrir
skömmu tvo pólska ríkisborg-
ara með fljótandi amfetamín-
basa sem breyta má í átta kíló
af amfetamíni. Þetta kom fram í
fréttum Stöðvar 2 í gær.
Í fórum mannanna fundust
tvær vínflöskur sem reynd-
ust innihalda samanlagt um 1,5
lítra af fljótandi amfetamíni. Úr
amfetamínbasanum hefði mátt
vinna um átta kíló af amfetamíni
í neysluformi. Götuverðmæti átta
kílóa er um 40 milljónir króna.
Mennirnir tveir voru úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald. - aó
Tveir Pólverjar handteknir:
Með 1,5 lítra af
amfetamínbasa
FRÉTTASKÝRING
Hvaða fyrirtæki og samtök hafa orðið uppvís að
brotum á samkeppnislögum á síðustu árum og
hvað hafa þau greitt í sektir?
Fyrirtækjum og samtökum var gert, eða þau
sömdu um, að greiða samtals rúmlega 2,3 millj-
arða króna vegna brota á samkeppnislögum á
árunum 2008 til 2010.
Skipti, móðurfélag Símans og Tæknivara,
greiddu hæstu einstöku sektina á þessu árabili,
400 milljónir vegna ólög-
mæts samráðs árið 2010.
Árið áður var Símanum
gert að greiða 150 milljónir
í sekt vegna misnotkunar á
markaðsráðandi stöðu.
Hagar hafa á hinn bóg-
inn greitt hæstu saman-
lögðu fjárhæðina á árunum
2008 til 2010. Fyrstnefnda
árið var fyrirtækið sektað
um 315 milljónir vegna misnotkunar á mark-
aðsráðandi stöðu, um 20 milljónir 2009 vegna
brots á banni við framkvæmd samruna og um
270 milljónir í fyrra vegna ólögmæts samráðs.
Samtals hefur Högum því verið gert að greiða
605 milljónir vegna brota á samkeppnislögum á
þessum þremur árum.
Hæsta sekt í einu máli varðaði brot stóru
kortafyrirtækjanna sem samið var um lausn
á 2008. Var þeim gert að greiða samtals 735
milljónir. Það er lægri fjárhæð en olíufélögin
voru sektuð um vegna samráðsmáls þeirra.
Sekt þeirra var í fyrstu ákveðin samtals 2,6
milljarðar en áfrýjunarnefnd lækkaði fjárhæð-
ina í um einn og hálfan milljarð.
Á þessum þremur árum voru fimm samtök
fundin sek um brot á samkeppnislögum. Það
eru Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðn-
aði, Félag íslenskra stórkaupamanna (nú Félag
atvinnurekenda), Bændasamtökin, Samtök iðn-
aðarins og Samtök verslunar og þjónustu.
bjorn@frettabladid.is
GENGIÐ 15.03.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
216,4764
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,23 115,79
185,7 186,6
160,94 161,84
21,576 21,702
20,56 20,682
18,187 18,293
1,4055 1,4137
181,69 182,77
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
Sektir vegna samkeppnislagabrota 2008-2010
Ár Fyrirtæki Eðli brots Sektir Eftir
2010 Hagar Ólögmætt samráð 270 milljónir áfrýjun
SS og Reykjagarður Ólögmætt samráð 45 milljónir
KS Ólögmætt samráð 40 milljónir
Norðlenska Ólögmætt samráð 30 milljónir
Kjarnafæði Ólögmætt samráð 20 milljónir
Lyf og heilsa Misnotkun á markaðsráðandi stöðu 130 milljónir 100 milljónir
Skipti, Síminn og Tæknivörur Ólögmætt samráð 400 milljónir
Samt. atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði Ólögmætt samráð 4 milljónir
Ívar Brot á tilkynningaskyldu vegna samruna 12 milljónir
2009 Síminn Misnotkun á markaðsráðandi stöðu 150 milljónir
Félag íslenskra stórkaupmanna Ólögmætt samráð 1 milljón
Bændasamtök Íslands Ólögmætt samráð 10 milljónir 7 milljónir
Vélar og verkfæri Misnotkun á markaðsráðandi stöðu 15 milljónir 10 milljónir
Hagar Brot á banni við framkvæmd samruna 20 milljónir
Sena Brot á banni við framkvæmd samruna 15 milljónir
Teymi Ólögmætt samráð 70 milljónir
Fengur Brot á banni við framkvæmd samruna 10 milljónir
2008 Valitor Ólögmætt samráð og misn. á markaðsr. stöðu 385 milljónir
Borgun Ólögmætt samráð 185 milljónir
Fjölgreiðslumiðlun Ólögmætt samráð 165 milljónir
Samtök iðnaðarins Ólögmætt samráð 2,5 milljónir
Samtök verslunar og þjónustu Ólögmætt samráð 1 milljónir
Fiskmarkaður Íslands Misnotkun á markaðsráðandi stöðu 10 milljónir 7 milljónir
Geysir Green Energy Brot á tilk.sk. um samruna 500 þúsund
Sundagarðar Brot á tilk.sk. um samruna 750 þúsund
Hagar Misnotkun á markaðsráðandi stöðu 315 milljónir
Samkeppnisbrotasektir 2,3
milljarðar á þremur árum
25 fyrirtæki voru sektuð um samtals 2,3 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum á árunum 2008 til
2010. Hagar voru brotlegir öll þrjú árin og Síminn tvisvar. Hagsmunasamtök brjóta líka samkeppnislögin.
Milljónir borg-
uðu Hagar
í sektir árin
2008 til 2010
HÚSLEIT Halldór Guðbjarnason forstjóri greinir fjölmiðlum frá viðbrögðum sínum við húsleit samkeppnisyfirvalda í
Visa sumarið 2006. Í kjölfar hennar samdi fyrirtækið um að greiða 385 milljónir í stjórnvaldssekt. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
605
Gegn krabbameini í körlum
Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell
beint til átaksins Mottumars
100 KRÓNUR
Nicotinell er
samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
®
Víkurskarð
AKUREYRI
7,4 km
1 1
V
A
Ð
L
A
H
E
I
Ð
I
Vaðlaheiðargöng
HREINN
HARALDSSON
PÉTUR ÞÓR
JÓNASSON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
16°
10°
7°
2°
14°
11°
1°
1°
18°
15°
16°
14°
28°
-3°
16°
15°
-2°Á MORGUN
Strekkingur með SV- og
NA-ströndinni annars
hægari.
FÖSTUDAGUR
Strekkingur allra syðst
annars hægari. -4
-8
-6
-8
-4-2
-3-6
-2
-3
-3
-4
0
2
-2
-1
-5
-1
-8
-2
-4
9
10
10
9 6
8
6
5
9
13
4
15
SNJÓKOMA EÐA
ÉL verða víða um
land næstu daga.
Mesta úrkoman
verður austanlands
í dag en svo léttir
heldur til þar. Frost
verður á landinu
fram á föstudag
en svo lítur út fyrir
hlýnandi veður.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
Framvísaði röngu vegabréfi
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt þrítugan Afgana í eins mán-
aðar fangelsi fyrir að framvísa röngu
vegabréfi við komuna til landsins í
fyrradag. Hann kom hingað frá Ósló
og framvísaði malasísku vegabréfi
manns sem er níu árum yngri.
DÓMSTÓLAR