Fréttablaðið - 16.03.2011, Blaðsíða 30
16. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR18
BAKÞANKAR
Bergsteins
Sigurðs-
sonar
■ Pondus Eftir Frode Overli
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
LÁRÉTT
2. íþrótt, 6. klafi, 8. heldur brott, 9.
garðshorn, 11. golf áhald, 12. slappi,
14. yfirstéttar, 16. einnig, 17. áþekk,
18. missir, 20. hljóta, 21. heimsálfa.
LÓÐRÉTT
1. að lokum, 3. ógrynni, 4. nennu-
leysi, 5. orlof, 7. eldsneyti, 10. saur,
13. óvild, 15. tafl, 16. pota, 19. bók-
stafur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. golf, 6. ok, 8. fer, 9. kot,
11. tí, 12. slaki, 14. aðals, 16. og, 17.
lík, 18. tap, 20. fá, 21. asía.
LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. of, 4. letilíf, 5. frí,
7. kolagas, 10. tað, 13. kal, 15. skák,
16. ota, 19. pí.
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
Diddi, Páll
Óskar, Tommi
frænka og
Ísak koma
allir!
Ættum við
að bjóða
okkar
ástkæru
nágrönnum
Pondusi og
Báru líka?
Tja...
Bára er alveg
frábær. Ég
veit ekki
alveg með
Pondus!
Jáá...
hann er
stundum
svolítið
stífur og
stuttur í
spunann!
Ímyndaðu
þér svipinn á
honum þegar
strákarnir
draga hann á
dansgólfið!
Haha-
haha!
Við getum
ekki
sleppt
þessu!
Hvað
nú?
Hvað með
þig og
Söru?
Vertu rólegur
pabbi.
Þetta er allt
í öruggum
höndum.
Mamma þín og ég viljum
bara að það sé á hreinu að
það sé engin
áhættustarfsemi í gangi hjá
ykkur tveimur.
Engar
áhyggjur.
Það er engin
hætta þegar
það er engin
starfsemi í
gangi.
Ég vissi að það
væri ástæða
fyrir því að mér
leist svona vel
á Söru!
Hver er
þetta?
Þetta er pabbi
þegar hann var í
menntaskóla.
Vá... Ég veit, sítt hár,
bartar, flottur jakki...
Hann er
alger and-
stæða við
pabba!
Já, í hvaða skóla
gekk hann
eiginlega, And-
stöðuskólann?
Hey!
Hmmm...
ákvarðanir
ákvarðanir.
Í hvað á ég
að fara í
dag?
Ponduuuus?
BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi og breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur
Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,
er hér með auglýst tillaga að breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur
Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur . Í
tillögunni felst að gert er ráð fyrir nemendaíbúðum
á miðsvæði (M5) við Háskóla Íslands. Heimildir um
heildarbyggingarmagn á svæðinu verða óbreyttar.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,
er hér með auglýst tillaga að breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
breyting á deiliskipulagi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Háskóla
Íslands, lóð Vísindagarða. Reiturinn afmarkast af
Eggertsgötu, Oddagötu og Sturlugötu.
Í tillögunni er gert ráð fyrir byggingu Vísindagarða
og byggingum fyrir Háskóla Íslands á 3-4 hæðum
þar sem fjórða hæðin er inndregin. Einnig er gert
ráð fyrir húsum undir stúdentagarða meðfram
Oddagötu á tveimur og hálfri hæð og fjórum
hæðum að Sæmundargötu.
Áður auglýst tillaga hefur verið felld niður og
er hagsmunaaðilum bent á að eldri innsendar
athugasemdir hafa fallið úr gildi. Hagsmunaaðilar
eru hvattir til að kynna sér tillöguna og senda
athugasemdir og ábendingar til skipulagsstjóra
Reykjavíkur.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í þjónustuveri
Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð,
virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 16. mars 2011 til
og með 2. maí 2011. Einnig má sjá tillögurnar á
heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna
sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum
við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið
skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs
eigi síðar en 2. maí 2011. Vinsamlegast notið
uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir
með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir
innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 16. mars 2011
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Stundum er sagt að stjórnmál séu list hins mögulega. Að sama skapi eru
flutningar list hins flytjanlega. Hryggj-
arstykkið í flutningum er vitaskuld
flutningsteymið. Mundu að sama hversu
stóra hönk þú átt upp í bakið á vinum
þínum munu þeir ósjálfrátt leiða hugann
að því hvort þeir geti komið sér undan
þessari kvöð. Þetta er ekki mælikvarði
á trúfestu þeirra; að flytja búslóð er ein-
faldlega eitt það leiðinlegasta sem mann-
skepnan tekur sér fyrir hendur og það er
eðlilegt að vilja komast undan því. Nokkr-
ar leiðir eru þó til að sporna við þessu.
LEITAÐU liðsinnis með góðum fyrir-
vara, þó ekki of miklum. Þú vilt ekki að
fólk noti lítinn fyrirvara sem afsökun
fyrir að komast ekki. Á hinn bóginn
má fyrirvarinn ekki vera svo mikill að
sá sem hringt er í geti fundið afsök-
un fyrir forföllum í skjóli þess að þú
hafir enn nægan tíma til að finna stað-
gengil.
EKKI byrja á að spyrja hjálparhell-
una lokaðra spurninga um hvort
hún geti veitt liðveislu á til-
teknum degi. Það gefur
henni færi á að fara
undan í flæmingi.
Byrjaðu á opinni
spurningu til að úti-
loka að viðkomandi
sé upptekinn, til
dæmis „ertu að gera eitthvað sérstakt á
laugardaginn?“ Þegar hjálparhellan svarar
neitandi læturðu vaða.
AF liðléttingum má hvorki vera of né van.
Ef flutningsteymið er of fjölmennt er hætt
við að sumir freistist til að fara snemma og
fyrr en varir er enginn eftir. Það þarf að
muna um hverja hönd; rannsóknir sýna að
fólk lætur sig síður hverfa ef það sér fram á
að það myndi setja strik í reikninginn.
HREINSKILNI borgar sig ekki. Auðvitað
á að skipuleggja flutninga þannig að þeir
taki fljótt af. Tiltækum höndum fækkar
hins vegar í beinu hlutfalli við hversu
hreinskiptinn þú ert varðandi tímaáætl-
un. Dragðu alltaf um þriðjung af áætluð-
um flutningstíma. Gerðu lítið úr umfangi
búslóðarinnar og haltu til hlés aukaatriðum
á borð við að áfangastaðurinn sé á fjórðu
hæð í lyftulausri blokk. Ef vinur þinn
mætir á annað borð fer hann trauðla fyrr
en verkinu er lokið.
LOFAÐU veitingum, jafnvel bara til mála-
mynda. Það er enginn að fara að troða sig út
af pitsu sem er borin fram í miðjum flutn-
ingum og enginn þjórar bjór í miklu magni
kófsveittur og örmagna klukkan hálf fimm
á laugardegi. Hvort tveggja verður þó að
vera til staðar; aðeins rustar snuða um veit-
ingar. Í versta falli siturðu uppi með mat
og drykk sem endist þér í nokkra daga. Það
gæti verið verra.
Vel flutt