Fréttablaðið - 30.03.2011, Qupperneq 2
30. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR2
Kristján, er ráðlagt að rokka
svona til í þyngd?
„Já, það er hægt að rokka feitt þó
maður fái sér popp af og til.“
Kristján B. Heiðarsson er trommuleikari
í þungarokkshljómsveit en gaf nýlega
út sólóplötu með léttari tónlist. Þar má
finna þjóðlagaskotin popplög.
SÝRLAND, AP Ríkisstjórn Sýrlands
sagði af sér í gær í von um að
lægja með því mótmælaöldur, sem
magnast hafa dag frá degi undan-
farna viku.
Beðið var eftir ávarpi frá Bas-
har Assad forseta, þar sem hann
hugðist afnema neyðarlög frá 1963
og létta öðrum hömlum af ýmsum
réttindum og stjórnmálafrelsi.
Átök mótmælenda við öryggis-
sveitir landsins hafa kostað tugi
manna lífið síðan mótmælin hóf-
ust 18. apríl síðastliðinn. Ekki er
vitað hvort mótmælendur munu
sætta sig við að Assad forseti
verði áfram við völd. - gb
Uppgjör í Sýrlandi:
Ríkisstjórnin
segir af sér
STUÐNINGSMENN ASSADS Stuðnings-
fólk forsetans fjölmennti í gær út á
götur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVEITARSTJÓRNIR Auður Hallgríms-
dóttir, varamaður minnihluta
Fólksins í bænum í skipulags-
nefnd Garðabæjar, segir mikla
óánægju meðal íbúa við göturnar
Faxatún og Goðatún vegna ónæð-
is frá skátaheimili og húsi Kiw-
anismanna í hverfinu.
Í tillögu að breyttu deiliskipu-
lagi á Silfurtúnssvæðinu er gert
ráð fyrir skrúðgarði á gömlum
róluvelli við Faxatún. Þetta segir
Auður Hallgrímsdóttir vera eina
af betri hugmyndunum í til-
lögunni því mikið ónæði sé af
umsvifum Kiwanis-manna á rólu-
vellinum.
„Í gamla gæsluvallarhúsinu á
þessum róluvelli hafa Kiwanis-
menn haldið til í tæplega þrjátíu
ár, íbúum Faxatúns til ómælds
ama og óþæginda,“ segir Auður.
Gamli Róluvöllurinn er milli bak-
garða íbúðarhúsa við Faxatún.
Kiwanis-klúbburinn Setberg
hefur þar aðsetur sitt í húsi í eigu
bæjarins.
„Þarna halda þeir félagsfundi
með alls kyns umstangi auk þess
sem ónæði er af bílaumferð inn á
viðkvæman stað. Síðan leigja þeir
húsið til veisluhalda um helgar. Á
sunnudagsmorgnum eru íbúarn-
ir svefnlausir eftir veislur í róló-
húsinu og þurfa að byrja daginn á
að tína upp bjórdósir í görðunum
sínum,“ lýsir Auður ástandinu.
Matthías G. Pétursson, stjórn-
armaður í Kiwanisklúbbnum Set-
bergi, segist kannast við að sumir
hafi fett fingur út í bílaumferð
að húsi Setbergs. Sögur af ónæði
vegna veisluhalda komi honum
hins vegar á óvart. „Útleigan er í
algjöru lágmarki og er helst fyrir
fermingarveislur eða afmæli
fyrir fimmtuga eða eldri. Það
er ekki verið að leigja ungling-
um eða ungum krökkum þannig
að það er ekki óreglunni fyrir að
fara,“ segir hann.
Félagsmenn í Setbergi um tutt-
ugu talsins. Matthías segir þá
funda hálfsmánaðarlega. Meðal-
aldur Setbergsmanna sé um sjö-
tugt. „Markmið okkar er að styðja
við íbúa bæjarins og höfum gert
það. Þetta er bara klúbbur sem er
að láta gott af sér leiða en er ekki
að hittast til að drekka brennivín
eða halda fagnaði.“
Þá segir Auður íbúa Faxatúns
og Goðatúns sem næst séu skáta-
heimili á Bæjarbraut vera mjög
ósátta. „Húsið er leigt út fyrir
skemmtanir um helgar og það
þýðir mikið ónæði fyrir íbúana
enda snúa svefnherbergi þeirra
að skátaheimilinu,“ segir hún.
Skátaheimilið, sem byggt var
2005, hýsir bæði Skátafélagið Vífil
og Hjálparsveit skáta. „Um leið og
kvartanir bárust frá íbúum hætt-
um við að leigja salinn út fyrir
veislur á kvöldin,“ segir Hafdís
Bára Kristmundsdóttir, félags-
foringi Vífils. gar@frettabladid.is
Garðbæingar ósáttir
við veislur í rólóhúsi
Varamaður í skipulagsnefnd Garðabæjar segir ónæði stafa af samkvæmum í húsi
Kiwanismanna í Faxatúni. Líka af skemmtanahaldi í skátaheimili. Leigjum ekki
út á kvöldin segir skátaforinginn. Kiwanismenn segjast ekki hittast til víndrykkju.
KIWANISHÚSIÐ VIÐ FAXATÚN Á aflóga róluvelli við baklóðir íbúarhúsa við Faxatún
hefur Kiwanisklúbburinn Setberg aðstöðu í gömlu húsi í eigu bæjarins. Fjær sést
skátaheimili Vífils í blárri byggingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Uppreisnar-
menn, sem berjast fyrir réttkjör-
inn forseta Fílabeinsstrandarinn-
ar, hafa náð fleiri borgum á sitt
vald í átökum, sem kostað hafa
hundruð manna lífið.
Laurent Gbagbo hefur verið
forseti landsins síðan árið 2000
en tapaði í forsetakosningum í
nóvember síðastliðnum.
Hann hefur ekki viljað láta af
völdum þrátt fyrir þrábeiðni leið-
toga flestra nágrannaríkja Fíla-
beinsstrandarinnar, og þrátt fyrir
að alþjóðasamfélagið hafi almennt
viðurkennt að Alassane Ouattara
sé réttkjörinn forseti landsins.
Átökin hafa hrakið meira en
milljón manns á flótta. Um 20 þús-
und manns flýðu í gær til borgar-
innar Duekoue, sem stuðnings-
menn Ouattaras náðu á sitt vald á
mánudag.
Í gær náðu þeir tveimur öðrum
borgum á sitt vald, Daloa sem er
miðsvæðis í landinu og Bondoukou
í austurhlutanum. - gb
Borgarastyrjöld geisar á Fílabeinsströndinni milli liðsmanna tveggja forseta:
Lið Gbagbos á undanhaldi
LIÐSMENN OUATTARAS Hafa náð tveimur borgum í viðbót úr höndum Gbagbos, sem
neitar að láta af völdum. NORDICPHOTOS/AFP
LANDBÚNAÐUR Engin rök eru fyrir
því að grípa þurfi til jafn íþyngj-
andi og harkalegra aðgerða og að
lögfesta ábúðarskyldu á jörðum
og lögþvinga notkun ræktar-
lands, að mati aðalfundar Lands-
sambands kúabænda.
Jón Bjarnason landbúnaðar-
ráðherra sagði á búnaðarþingi að
til stæði að breyta jarðalögum.
Aðalfundur kúabænda telur að
áform ráðherrans gangi of langt.
Eðlilegra væri að nauðsynleg
verndun lands byggði á grunni
skipulags- og byggingarlaga. - bj
Aðalfundur kúabænda ályktar:
Engin rök fyrir
ábúðarskyldu
NOREGUR Þrátt fyrir vaxandi and-
stöðu í Noregi við aðild að Evrópu-
sambandinu eru Norðmenn næst
duglegastir allra EES-ríkjanna við
að innleiða tilskipanir og reglu-
gerðir sambandsins í eigin lög.
Þeir hafa nú innleitt 99,8 pró-
sent af samtals 1777 tilskipunum
ESB. Einungis fjórar eru óaf-
greiddar. Duglegastir í þessu eru
Maltverjar, en Ítalir standa sig
verst.
Norðmenn hafa reyndar bætt
sig mjög í þessum efnum, því fyrir
tveimur árum voru þeir í 21. sæti
af 30. - gb
Aðlögun að reglum ESB:
Norðmenn eru
næstduglegastir
Kosið um vígslubiskup
Niðurstöður kosninga til embættis
vígslubiskups í Skálholti verða birtar
13. apríl. Kosið er milli fimm presta,
þeirra Agnesar M. Sigurðardóttur,
Jóns Dalbú Hróbjartssonar, Karls V.
Matthíassonar, Kristjáns Vals Ingólfs-
sonar og Sigrúnar Óskarsdóttur.
TRÚMÁL
Um 42 prósent óku of hratt
Lögreglan stöðvaði 28 ökumenn sem
óku yfir löglegum hámarkshraða á
Borgarholtsbraut í Kópavogi í gær.
Á klukkustund fóru 66 ökutæki eftir
götunni, þar af óku 28 á ólöglegum
hraða, eða um 42 prósent. Meðal-
hraði hinna brotlegu var 45 kílómetrar
á klukkustund en hámarkshraðinn er
30 kílómetrar á klukkustund.
LÖGREGLUMÁL
FÉLAGSMÁL Það skýrist í dag hver
tekur við formannsembætti VR,
stærsta verkalýðsfélags landsins.
Þrjár konur og fjórir karlmenn
hafa gefið kost á sér.
Atkvæðagreiðslu vegna kjörs
formanns og stjórnar VR lýkur
á hádegi og verða úrslitin kynnt
strax í dag. Kosningabærir
félagsmenn eru 28.417 talsins. - hh
Kosið í stjórn VR:
Úrslitin verða
kynnt í dag
STJÓRNLAGARÁÐ Tilkynnt verður
í dag hverjir af þeim 25 sem
kjörnir voru til setu á stjórn-
lagaþingi ætla að taka sæti
í stjórnlagaráði. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins hafa
24 ákveðið að taka sæti, aðeins
Inga Lind Karlsdóttir tekur ekki
sæti.
Þeim sem náðu kjöri var gef-
inn frestur til miðnættis í gær
til að svara því hvort þeir ætl-
uðu að taka sæti. - bj
Skipan fulltrúa í stjórnlagaráð:
Aðeins einn
tekur ekki sæti
UTANRÍKISMÁL Jón Bjarnason, sjáv-
ar- og landbúnaðarráðherra, hefur
lýst yfir stuðningi við Noreg og
Kanada í máli þeirra gegn ESB á
vettvangi Alþjóðaviðskiptastofn-
unarinnar WTO.
Á fundi í deilunefnd WTO síðast-
liðinn föstudag óskaði Ísland jafn-
framt eftir því að taka þátt í máls-
meðferð kærunefndar sem þriðji
aðili málsins. Deilan snýst um
reglugerð ESB sem kveður á um
bann við innflutningi selaafurða
inn á markaðssvæði ESB.
Í tilkynningu frá sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytinu í gær
er stuðningur Íslands við Noreg og
Kanada sagður í fullu samræmi
við fyrri yfirlýsingar Íslands á
alþjóðavettvangi, meðal annars í
bréfi frá Steingrími J. Sigfússyni,
þáverandi sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, árið 2009 til Joe
Borg, framkvæmdastjóra sjávar-
útvegsmála ESB.
Á norska fréttavefnum ABC
Nyheter er fullyrt að málið hafi
valdið innbyrðis ágreiningi í
íslensku ríkisstjórninni. Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra
er sagður hafa verið andvígur því,
að Ísland lýsti yfir stuðningi við
Noreg og Kanada í málinu gegn
ESB. - gb
Íslendingar styðja Noreg og Kanada í deilum við ESB um selaafurðir:
Mótmæla innflutningsbanni
ÁGREININGUR RÁÐHERRA Í norskum
fréttamiðli er fullyrt að deilur hafi verið
um málið innan íslensku ríkisstjórnar-
innar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS
Handhægar
umbúðir
með tappa
Barnsins stoð og stytta
Nánari upplýsingar um
Stoðmjólk á www.ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA