Fréttablaðið - 30.03.2011, Side 8
30. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR8
1 Hvaða tignarlegi fugl sást frílista
sig í Leirvogstungu í Mosfellsbæ á
sunnudaginn?
2 Hvað heitir eiginmaður Ásdísar
Jennu Ástráðsdóttur?
3 Hvað gera sjálfstæðismenn ráð
fyrir að bensínverð lækki mikið
með nýju lagafrumvarpi?
SVÖR
1. Fálki. 2. Kevin Buggle. 3. Um 28 krónur
á lítra.
EFNAHAGSBROT Lögregla leitaði
gagna í þremur fyrirtækjum og á
tveimur heimilum í Lúxemborg í
gær. Leitirnar voru að beiðni efna-
hagsbrotadeildar bresku lögregl-
unnar (SFO, Serious Fraud Office)
og embættis sérstaks saksóknara á
Íslandi, að því er fram kemur í til-
kynningu sem SFO sendi frá sér í
gær.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, sagði lítið hægt að gefa
upp um rannsóknina á meðan hún
stæði yfir. Hann kvað aðgerðina
hins vegar nokkuð umfangsmikla,
ljóst væri að aðgerðirnar lögreglu
sem hófust í gær myndu að minnsta
kosti teygja sig fram til dagsins
í dag. Ólafur, sem staddur er úti
í Lúxemborg
og tekur þátt í
aðgerðunum,
vildi ekki gefa
upp hvort leitað
yrði víðar.
Samkvæmt
fréttum Stöðv-
ar 2 í gær snýr
rannsóknin að 28
milljarða króna
láni sem Kaup-
þing lánaði félagi
á Tortóla-eyju sama dag og bankinn
fékk 80 milljarða lán hjá Seðlabanka
Íslands sem átti að bjarga rekstri
Kaupþings.
Alls eru sjö starfsmenn embætt-
is sérstaks saksóknara lögreglu í
Lúxemborg til aðstoðar, en ámóta
margir komu frá SFO í Bretlandi. Í
tilkynningu sem embætti sérstaks
saksóknara sendi frá sér í gær
kemur fram að 55 lögreglumenn
frá lögreglunni í Lúxemborg hafi
tekið þátt í húsleitunum. Alls koma
því um 70 manns að aðgerðunum.
Tiltekið er í tilkynningu SFO
að húsleitirnar tengist rannsókn á
hruni Kaupþings banka, en meðal
annars var leitað í fyrrum höfuð-
stöðvum bankans í Lúxemborg, en
þar er nú til húsa Banque Havilland.
Í tilkynningu sem bankinn sendi frá
sér er áréttað að leitin tengist ekki
bankanum heldur starfsemi Kaup-
þings banka fyrir daga Banque
Havilland.
Auk rannsóknar sérstaks sak-
sóknara stendur SFO fyrir sjálf-
stæðri rannsókn. Fram kemur í til-
kynningu sérstaks saksóknara að
framkvæmdar hafi verið tvær hús-
leitir á grundvelli réttarbeiðna frá
embættinu. „Aðgerðirnar varða
rannsóknir sérstaks saksóknara á
málum er tengjast Kaupþingi banka,
en sökum þess hve rannsóknirnar
eru á viðkvæmu stigi er ekki unnt
að gefa nánari upplýsingar um þau
mál sem hér um ræðir,“ segir í til-
kynningu sérstaks saksóknara.
Aðgerðirnar í gær koma í fram-
haldi af aðgerðum lögregluyfirvalda
í Lundúnum og Reykjavík 9. og 10.
þessa mánaðar þegar níu manns,
þar á meðal fyrrverandi stjórnend-
ur Kaupþings og viðskiptamenn-
irnir Vincent og Robert Tchenguiz,
voru færðir til yfirheyrslu vegna
lánamála Kaupþings.
olikr@frettabladid.is
Leita enn gagna vegna
Kaupþings í útlöndum
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, sérstakur saksóknari og Lúxemborgar-
lögregla leituðu í gær gagna á fimm stöðum í Lúxemborg. Tvær leitanna voru á
vegum sérstaks saksóknara. Sjötíu tóku þátt í aðgerðunum sem halda áfram í dag.
KAUPÞING Í LÚXEMBORG Svona voru
höfuðstöðvar Kaupþings í Lúxemborg
merktar í ársbyrjun 2008, en þar er nú
til húsa Banque Havilland.
FRÉTTABLAÐIÐ/BÞS
ÓLAFUR ÞÓR
HAUKSSON
SVEITARSTJÓRNIR Eggert Valur Guð-
mundsson, bæjarfulltrúi Samfylk-
ingar í Árborg, segir að breyttar
reglur um leiguíbúðir og sérstakar
húsaleigubætur í sveitarfélaginu
leiði til þess að lágmarkskostnaður
þeirra sem nýti úrræðið fari úr 35
þúsund krónum í 42 þúsund.
„Sérstakar húsaleigubætur eru
ætlaðar leigjendum sem búa við
mjög erfiðar félagslegar og fjár-
hagslegar aðstæður. Það eru því
mjög harkalegar og ómanneskju-
legar aðgerðir að auka álögur á
það fólk sem nýtir sér þennan rétt
í miðri kreppu,“ bókaði Eggert á
bæjarráðsfundi.
Fulltrúar meirihluta
Sjálfstæðis flokks sögðu um sam-
hljóma ákvörðun félagsmálanefnd-
ar að ræða. „Það er álit fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins að almennt
eigi að virða niðurstöðu fag-
nefnda,“ bókuðu þeir. - gar
Húsaleigubætur í Árborg:
Breyting sögð
ómanneskjuleg
SKIPULAGSMÁL Kynna á drög að nýju
deiliskipulagi fyrir Arnarnes á íbúa-
fundi á morgun. Þar er meðal annars
tekið á þáttum eins og nýtingarhlutfalli
lóða og göngustígum um hverfið.
„Á aðalskipulagi fyrir Garðabæ er
stígur meðfram ströndinni og í deili-
skipulagi má ekki ganga skemur en
það. Sú tillaga sem nú er lögð fram
gerir hins vegar aðeins ráð fyrir tveim-
ur stígum út á nesið og þriðja stígn-
um sem þverar þá. Síðan er lagt til að
vera aðeins með stiklur út frá þessum
stígum niður að ströndinni. Þetta tel ég alls ekki
ásættanlega niðurstöðu,“ segir Auður Hallgríms-
dóttir, varamaður Fólksins í bænum í
skipulagsnefnd Garðabæjar.
Varðandi göngustígana flækir nokk-
uð málin að eigendur húsa við sjávar-
síðuna við Arnarnesvog hafa flestir lagt
undir sig land í framhaldi af lóðum sínum
og niður í fjöru. Þá eru eldri samningar
um eignarlönd sagðir geta vafist fyrir í
málinu.
„Það eru aðeins íbúar Arnarness sem
fengið hafa boð frá bænum á þennan
kynningarfund í Sjálandsskóla en ég tel
málið mjög mikilvægt fyrir hagsmuni
allra bæjarbúa og hvet sem flesta til að mæta,“
segir Auður Hallgrímsdóttir. - gar
Ný deiliskipulagstillaga fyrir Arnarnes kynnt á íbúafundi fyrir Garðbæinga:
Engir stígar neðan sjávarlóða
AUÐUR
HALLGRÍMSDÓTTIR
PÓSTUR Póstþjónusta er ódýrari hér
en í nágrannalöndunum, að því er
fram kemur í tilkynningu Ísland-
spósts. Miðað við ESB-lönd er þjón-
ustan sögð sú fjórða ódýrasta.
Skýrsla sem gerð var fyrir ESB
sýnir mikinn verðmun á póstþjón-
ustu í Evrópu og miklar hækkanir
á árunum 2005 til 2009. Tekið var
tillit til kaupmáttar og er skýrslan
því sögð sýna raunhæfan saman-
burð. Dýrust er þjónustan í Slóvak-
íu, Lettlandi, Noregi og Finnlandi.
Ódýrast er á Möltu, í Slóveníu,
Kýpur og á Íslandi. - óká
Könnuðu póstverð í Evrópu:
Bréfasendingar
hagkvæmar hér
Firði Hafnarfirði
30 manna kransakaka
eða marsipanbók
12.000 kr
Aðalfundur Félags símsmiða 2011 verður haldinn
þann í sal RSÍ
að Stórhöfða 31 Reykjarvík (gengið inn á jarðhæð).
Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins.
Einnig er á dagskrá kosningaúrslit um sameiningu
FSS og Félags Íslenskra Rafvirkja.
Til afgreiðslu er lagabreyting er varðar stofnun
aðildarfélaga. Áhugasamir geta kynnt sér tillögu
að þessari lagabreytingu á skrifstofu RSÍ.
Stjórn Félags Símsmiða
!"#
$%
&'
("
)*'! + &! ,-.#
/
'0
'
1
12)
3
45#"
VEISTU SVARIÐ?