Fréttablaðið - 30.03.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.03.2011, Blaðsíða 14
14 30. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Afgreiðsla og málatilbúnaður um skip-un stjórnlagaráðs hefur valdið veru- legum vonbrigðum. Eins og ályktunin er úr garði gerð er umboð þeirra sem setj- ast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt. Skipaður er 25 manna hópur með vísan í kosningar sem Hæstiréttur hefur ógilt en þeim ekki veitt umboðið persónulega eins og vera ber þegar Alþingi skipar í nefndir og ráð. Einnig var í undirbúningi málsins gengið gegn ráðgjöf helstu sér- fræðinga sem mæltu gegn því að þessi leið væri farin og hafa sumir þeirra nefnt mögulega sniðgöngu við Hæstarétt máli sínu til stuðnings. Þegar kom að afgreiðslu málsins var enda ekki mikil sátt um til- löguna þar sem einungis 30 þingmenn greiddu henni atkvæði. Þá sátu bæði for- seti Alþingis hjá við atkvæðagreiðsluna og tveir ráðherrar, þar á meðal innanríkis- ráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu. Þessi veiki grunnur sem lagður var við afgreiðslu málsins getur ekki talist gott veganesti fyrir þá sem setjast í stjórnlaga- ráð sem ætlað er að endurskoða stjórnar- skrá lýðveldisins, grundvallarlög landsins. Af öllu ferli málsins er ljóst að stjórn- völd hafa ekki dregið rétta lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis sem lagði áherslu á mikilvægi vandaðs undir- búnings og vinnubragða í hverju máli og setur þá sem boðið er sæti í ráðinu í erfiða stöðu. Eftir mjög vandlega íhugun hef ég ákveðið, þrátt fyrir þá alvarlegu ágalla sem eru á málinu, að þiggja sæti í stjórn- lagaráði. Ég tel jafnframt að ábyrgðin á þessu ferli sé alfarið stjórnvalda en ekki þeirra sem setjast í ráðið og með því að taka verkefnið að okkur séum við ekki með nokkrum hætti að leggja blessun okkar yfir þau vinnubrögð sem einkennt hafa málið. Þannig er óhjákvæmilegt að þeir sem setjast í ráðið horfist í augu við veikt umboð sitt, enda eru þeir eins og allir aðrir borgarar og stofnanir undir- settir stjórnarskránni. Ég finn til ábyrgðar gagnvart þeim kjósendum sem kusu mig til setu á stjórn- lagaþingi og er um leið fullmeðvituð um að forsendur fyrir stjórnlagaráði og umboð þess er nú allt annað. Eftir stendur líka mikilvægi þess að stjórnarskráin sé endurskoðuð, en ég vil ekki verða til þess að skapa frekari óeiningu um málið, enda ljóst að ekki verður aftur snúið með ákvörðun Alþingis. Lengri útgáfa er á vísi.is Bréf til Alþingis Stjórnlaga - þing Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, situr í stjórnlagaráði Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu! Faxafeni 14 www.heilsuborg.is 16-25 ára - Ofþyngd / Offita Heilsulausn 1 - Hentar ungu fólki, 16-25 ára, sem glímir við ofþyngd, offitu og/eða einkenni frá stoðkerfi Stelpur: Þri og fös kl: 16.30 Strákar: Þri og fös kl: 17.30 Átta vikur – takmarkaður fjöldi Hefst 4. apríl – Kynningarverð kr. 44.000 Að námskeiðinu standa íþróttafræðingur, hjúkrunarfræðingur, næringarfræðingur og sálfræðingar! Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á heilsuborg@heilsuborg.is Fátítt Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kom nokkuð á óvart þegar hann á fundi í gær lýsti því yfir að Orkuveitan væri strand. Þessi yfirlýsing er nýstárleg fyrir þær sakir að Íslendingar eiga því ekki að venjast að forstjórar séu hrein- skilnir. Húrra fyrir Bjarna og megi aðrir forstjórar taka sér hann til fyrirmyndar. Og svaraðu nú Mörður Árnason hefur falið innanríkis- ráðherra verðugt verkefni. Ráðherrann þarf að svara fyrir um aðstæður sem kunna að koma upp eftir þrjú og hálft ár í allra fyrsta lagi og þá og eftirleiðis varla nema einu sinni eða tvisvar á ári. Hann þarf sem sagt að svara hvort ókeypis verði í Vaðla- heiðargöng þegar Vegagerðin treystir sér ekki til að halda opnum veginum um Víkurskarð. Þetta telur Mörður Árnason aðkallandi pólitískt mál. Æi Á Alþingi í dag verða utan- dagskrárumræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Málshefjandi er Kristján Möller, fyrrverandi sam- gönguráðherra, og til andsvara verður Ögmundur Jónasson, núverandi samgönguráðherra. Þessi utandag- skrárumræða verður líklega sú fimm- tánda eða tuttugasta um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem efnt hefur verið til á Alþingi á undan- gengnum árum. Heldur er því ólíklegt að eitthvað sprúðlandi ferskt komi fram í dag. Og þó; Ögmundur er náttúrlega óútreiknanlegur. bjorn@frettabladid.is F ramganga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs vegna hernaðaraðgerða gegn Gaddafí, einræðisherra í Líbíu, hefur verið mótsagnakennd, svo ekki sé meira sagt. Eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1973, sem heimilaði valdbeitingu gegn Gaddafí, lýsti ríkisstjórn Íslands stuðningi við ályktunina og sagt var frá því opinberlega. Þetta var ábyrg og eðlileg afstaða, í samræmi við afstöðu þorra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Menn gengu eðli- lega út frá því að stjórnarflokkarnir stæðu báðir að stuðningnum. Það var ekki fyrr en óróa tók að gæta í baklandi VG, þar sem ýmsir telja að aldrei sé réttlæt- anlegt að grípa til vopna, jafn- vel ekki gegn óðum einræðis- herrum sem drepa eigin þegna, að Steingrímur J. Sigfússon, for- maður flokksins, lýsti því yfir að hann styddi ekki loftárásir á Líbíu. „Það eina sem ríkisstjórnin ræddi í þessu sambandi var sjálf ályktun öryggisráðsins,“ sagði Steingrímur í samtali við flokksvefinn Smuguna, og bætti við að í stuttum umræðum í ríkisstjórn hefði aðeins verið samhljómur um flugbann yfir Líbíu. Allir sem hafa lesið ályktun öryggisráðsins vita að hún heim- ilar mun víðtækari aðgerðir til varnar almenningi í Líbíu en flug- bannið eitt og sér. Vandséð er hvernig á að verja þegna Gaddafís fyrir hersveitum hans með öðrum ráðum en að ráðast á þær og gera þær óvirkar. Skýring Steingríms J. er því eftiráskýring, ætluð til að lægja öldur í eigin flokki. Á fundi aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) á sunnudag, þar sem ákveðið var að bandalagið tæki að sér stjórn á aðgerðunum í Líbíu, átti fastafulltrúi Íslands þátt í ákvörðun- inni, enda hafa öll aðildarríki NATO neitunarvald. Aftur gerðu menn ráð fyrir að afstaða fastafulltrúans endurspeglaði stefnu ríkisstjórnar Íslands. Í fyrradag reyndi Steingrímur J. Sigfússon aftur að útvega sér fjarvistarsönnun þegar þessa afstöðu Íslands bar á góma. Sagðist hafa verið í Færeyjum og að vinstri grænir hefðu ekki verið spurðir hvort þeir styddu ákvörðun um að NATO tæki að sér stjórn aðgerðanna. Á ríkisstjórnarfundi í gær kom VG svo andstöðu sinni á framfæri. Þetta er líka ómerkileg eftiráskýring til heimabrúks. Þeir sem fylgjast sæmilega með vissu mætavel að á vettvangi NATO var unnið á fullu að undirbúningi þessarar ákvörðunar. Ráðherrum vinstri grænna hefði að sjálfsögðu verið í lófa lagið að taka and- stöðu sína upp fyrirfram og krefjast þess að Ísland legðist gegn málinu. Það gerðu þeir ekki og gera málið raunar ekki að neinu úrslitaatriði í stjórnarsamstarfinu. Er ekki ráð að forysta VG hætti þessari hræsni og tvískinnungi og útskýri fyrir flokki sínum að það sé orðið tímabært að hann fullorðnist og viðurkenni að stundum eru engin önnur úrræði til að bregðast við árásum og ógnunum en að grípa til vopna í þágu góðs málstaðar? Það myndi stuðla að því að VG yrði það sem suma flokksmenn langar til að hann verði; stjórntækur flokkur sem kjósendur geta treyst til langframa. Flokkurinn sem vill ekki verða fullorðinn: VG í stríði Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.