Fréttablaðið - 30.03.2011, Page 16
16 30. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR
Endurútreikningar frá fjármála-stofnunum vegna ólögmætra
erlendra lána streyma nú inn um
lúgur landsmanna. Margir hafa
gagnrýnt endurútreikningana og
bent hefur verið á að afturvirkur
vaxtaútreikningur standist hugs-
anlega ekki lög. Ekki er ætlunin að
velta vöngum yfir réttmæti þess
heldur einungis skoða þær aðferð-
ir sem lánastofnanir eru að beita
og bera saman við aðferðarfræð-
ina sem lögfest var í árslok 2010.
Með lögum nr. 151/2010 var
lögfest sérregla í 18 gr. laga nr.
38/2001 um þá aðferðarfræði
sem beita ætti við endurútreikn-
ing lánasamninga sem hefðu að
geyma ákvæði um ólögmæta vexti
og verðtryggingu. Aðferðin er sú
að upphaflegur höfuðstóll skal
vaxtareiknaður miðað við vexti
Seðlabanka Íslands. Frá höfuðstól
og áföllnum vöxtum skal síðan
draga frá innborganir miðað við
hvern greiðsludag og ráðstafa upp
í áfallna vexti og höfuðstól. Skýrt
kemur fram í greininni að einungis
er heimilt að vaxtareikna upphaf-
legan höfuðstól. Í athugasemdum
með frumvarpi laganna er skýrt
tekið fram að ekki sé heimilt að
krefjast vanskilavaxta né annarra
vanskilaálaga. Ákvæðið er tæm-
andi um hvaða vaxtaútreikningi
megi beita á hin ólögmætu lán.
Þannig er ekki heimilt að reikna
dráttarvexti, ígildi dráttarvaxta
né heldur bæta vöxtum við höfuð-
stól skv. 12 gr. laganna enda tengist
slík aðgerð vanskilum sbr. umfjöll-
un um þá grein í frumvarpi laga
nr. 38/2001. Ákvæðið um endur-
útreikning ólögmætra lána var
ætlað að vera skýrt og skilvirkt.
Undirritaður hefur skoðað
endur útreikninga SP fjármögnun-
ar, Frjálsa fjárfestingarbankans
og Arion banka. Arion banki og
Frjálsi beita sömu aðferðarfræð-
inni en SP fjármögnun annarri.
Báðar þessar aðferðir eru í ósam-
ræmi við framangreinda aðferð-
arfræði laganna og ganga báðar á
hagsmuni lántakenda.
SP fjármögnun beitir þeirri
aðferðarfræði að endurreikna
greiðsluflæði lánsins eins og það
hefði átt að vera miðað við breytta
vexti. Á hverjum gjalddaga er end-
urreiknaður gjalddagi færður inn
á ímyndaðan veltureikning og á
móti eru færðar raunverulegar
greiðslur á greiðsludegi. Staða
hins ímyndaða veltureiknings
er síðan vaxtareiknuð við hverja
hreyfingu. Ef lántaki greiddi alltaf
útsenda greiðsluseðla á gjalddaga
og heildarfjárhæð hvers gjald-
daga var hærri en endurútreikn-
aðir vextir leiðir útreikningurinn
af sér sömu niðurstöðu og aðferð-
arfræði laganna. Flestir eiga sögu
um að hafa einhvern tíma greitt
eftir gjalddaga, svo ekki sé talað
um þá sem sömdu við fyrirtækið
um frystingu greiðslna. Við þær
aðstæður reiknar SP fjármögnun
ígildi refsivaxta og vaxtavaxta
sem er algerlega óheimilt sam-
kvæmt lögunum. Hér getur munað
tugum ef ekki hundruðum þús-
unda til óhagræðis fyrir skuldara.
Fjármálastofnanirnar sem
veittu íbúðalán virðast flestar
ætla að beita annarri aðferðar-
fræði en fjármögnunarfyrirtæk-
in. Aðferðin gengur út á það að
höfuðstóll skuldarinnar er vaxt-
areiknaður miðað við vexti Seðla-
bankans. Á sérhverju 12 mánaða
tímabili er áföllnum vöxtum bætt
við höfuðstól og í framhaldinu eru
vextir reiknaðir af samanlögðum
áföllnum vöxtum og höfuðstól.
Sömu aðferð er beitt á innborganir
og mismunurinn sagður vera nýr
höfuðstóll. Hafi verið greitt reglu-
bundið meira en sem nemur tæp-
lega endurútreiknuðum vöxtum
er aðferðin hagstæðari fyrir lán-
þega. Slík staða lánþega heyrir því
miður til undantekninga og hafi
menn samið um frystingar eða
greiðslulækkun verður munurinn
enn meiri, lánþega í óhag. Eins og
áður segir er þessi aðferðarfræði
andstæð lögunum og getur jafnvel
munað milljónum sem fjármála-
stofnanirnar eru að ofreikna stöðu
einstakra lánasamninga.
En hvers vegna eru fjármála-
fyrirtækin að beita mismunandi
aðferðum við endurreikninginn,
þrátt fyrir skýra og skilvirka
aðferðarfræði laganna? Svarið
getur ekki legið í öðru en því að
fyrirtækin rói að því öllum árum
að finna aðferð sem hentar þeim
best til að hámarka eigin lánasöfn.
Þetta reyna þau að gera innan
ramma laga um vexti og verð-
tryggingu í heild sinni en ekki út
frá þeirri uppgjörsreglu sem sett
var sérstaklega gagnvart endur-
útreikningi hinna ólögmætu lána.
Húsnæðislán eru til langs tíma
með lága afborgun af höfuðstól en
bílasamningar til skamms tíma
með háa afborgun af höfuðstól.
Því hentar ekki sama aðferðar-
fræðin til að hámarka útkomuna
vegna lána til lengri tíma og lána
til skamms tíma. Ef aðferðarfræði
bankanna, sem beitt er á húsnæð-
islánin, er beitt á bílasamninga
leiðir það til meiri lækkunar á
bílalánunum en þegar hefur verið
kynnt.
Ekki er hægt að túlka aðferðar-
fræði fjármálafyrirtækjanna
öðruvísi en sem alvarlega tilraun
til að hagnast óeðlilega á kostnað
lántakenda. Að mati undirritaðs
getur verið um milljarða króna að
ræða sem fyrirtækin eru að hafa
af lánþegum með ólögmætum
hætti. Það eitt og sér að fjármála-
fyrirtækin beita ekki sömu aðferð-
um við endurútreikninginn ætti að
klingja bjöllum hjá eftirlitsaðilum
um að ekki sé allt með felldu. Hér
er rannsóknar þörf.
Rangur endurútreikn-
ingur ólöglegra lána
Erlend lán
Gunnlaugur
Kristinsson
löggiltur endurskoðandi
Báðar þessar að-
ferðir eru í ósam-
ræmi við framangreinda
aðferðarfræði laganna og
ganga báðar á hagsmuni
lántakenda.
Látum ei fornar nýlenduþjóðir beygja okkur vegna óráðsíu
og siðleysis í einkafyrirtæki, en
rök eru öll okkar megin þar sem
þetta er helzt;
1. Þeir sem gerst þekkja til
Icesave-málsins telja að bóta-
skylda sé ekki til staðar frá þjóð-
inni.
2. Hví forðast viðsemjendur
málsókn eins og heitan eldinn?
3. Hvað hafa brezkir valdið
miklu tjóni með hryðjuverkalög-
um og yfirtöku á banka – senni-
lega margföld Icesave-krafan.
4. Hví skulum við ekki standa
stolt, óbeygð og óbuguð, eins og
þegar við færðum út landhelg-
ina og lögðum heimsveldið.
5. Verði dæmt í málinu, eru
yfirgnæfandi líkur á sigri.
6. Hví að skuldfæra fædda
sem ófædda Íslendinga um
langa framtíð um óþekkta upp-
hæð, sem gæti verið allt að 200
milljarðar, sem er um 600 þús. á
hvert mannsbarn í landinu.
7. Fólk erlendis verður stolt
af okkur ef við fellum þennan
ósóma, því víða er fólk að súpa
seyðið af alls konar fjármála-
sukki.
Nú í júní eru 200 ár frá fæð-
ingu Jóns Sigurðssonar, sem
keikur gekk gegn nýlenduherr-
um og megum við ekki vanvirða
og smána minningu hans með
því að samþykkja þessi ólög.
Heldur skal í minni og heiðri
haft hans mottó: Að vera sverð
Íslands, sómi þess og skjöldur.
Gjör rétt –
þol ei órétt
Icesave
Friðgeir Haraldsson
atvinnurekandi
AF NETINU
Foreldrar 200.000, borgin 1,2 milljónir á ári að meðaltali
Ekki vita allir að hvert leikskólabarn kostar að meðaltali 1,4 milljónir á ári.
Hlutur foreldra (leikskólagjöldin) er að meðaltali rúmlega 200.000 krónur á
ári. Ég er stolt af því að hafa forgangsraðað í þágu stærsta árgangs Íslands-
sögunnar (börn fædd 2009). Það útheimtir mikla fjármuni og þess vegna
þarf að hagræða á móti.
Í haust fara 1500 börn í 1. bekk, börn fædd 2005. Börnin sem verða
tveggja ára á árinu – og þurfa leikskólapláss – eru langtum fleiri, eða á milli
1800-1900 talsins.
Þessi meirihluti forgangsraðaði í þeirra þágu. Þessi meirihluti jók framlög
til Leikskólasviðs um 658 milljónir króna á milli ára við gerð síðustu fjárhags-
áætlunar. Stór hluti þeirrar viðbótar er til að koma til móts við þennan stóra
árgang. Okkur sem stjórnum í Reykjavík fannst óhugsandi að færa leikskóla-
þjónustuna aftur til þess sem Reykvíkingar þekktu áður en Reykjavíkurlistinn
kom til sögunnar. Árið 1994 komust börn inn á leikskóla rúmlega þriggja ára
– og í boði var vistun hálfan daginn fyrir hjón.
oddny.eyjan.is Oddný Sturludóttir
Fagor hitakútar
TB
W
A
\P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
1
00
81
4
45.900
49.900
56.900
65.900
73.900
82.900
97.900
11
20
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Vísinda- og tækniráðs 2011
Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem
snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag
í vísindastarfi er styrki stoðir mannlífs á Íslandi.
Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna
Vísinda- og tækniráðs 2011. Verðlaunin eru tvær milljónir króna.
Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem
starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem
eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá
vísindamannsins skal fylgja tilnefningu.
Við val á verðlaunahafa er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis,
frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og alþjóðasamstarfs,
svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til
brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags á vinnustað og miðlun þekkingar til
íslensks samfélags. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd.
Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með
20. apríl 2011.
Tilnefningum og upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað með
tölvupósti til Rannís á netfangið rannis@rannis.is
Nánar á www.rannis.is
Tilnefningar
óskast!
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki