Fréttablaðið - 30.03.2011, Page 28
30. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR20
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
timamot@frettabladid.is
Skalli við Vesturlandsveg hefur um árabil verið með vinsælli
vegasjoppum landsins. Margir verða því sjálfsagt undrandi
yfir því að fyrirtækið ætli að flytja starfsemi sína í vikunni.
„Ég er mjög vonsvikinn. Hefði gjarnan viljað vera hér
áfram, sérstaklega þar sem vel hefur gengið síðustu ár eftir
að reksturinn fór almennilega í gang. Hins vegar var okkur
bara ekki gefinn kostur á því,“ segir Jón Viðar Magnússon,
sem hefur rekið Skalla frá því að fyrirtækið hóf starfsemi
sína í Lækjargötu fyrir fjörtíu árum. Hann opnaði söluturn-
inn við Vesturlandsveg fyrir tæpum átján árum en þarf nú
frá að hverfa þar sem Skeljungur vill ekki framlengja húsa-
leigusamninginn við fyrirtækið.
„Þetta er ekki spurning um hærri húsaleigu; við vorum
alveg tilbúin að greiða meira. Ég heyrði því aftur á móti
fleygt fram að okkur gengi einfaldlega of vel og Skeljungur
sæi sér því leik á borði með því að opna eigin starfsemi í hús-
næðinu,“ segir Jón Viðar, sem ætlar ekki að leggja árar í bát
þótt á móti blási heldur opna sjoppu undir merkjum Skalla á
nýjum stað á föstudag.
„Eftir langa leit fann ég loks fullkominn stað í Ögurhvarfi
2, við hliðina á Til sjávar og sveita. Þetta er rúmgott húsnæði
í miðri byggð og mikil umferð allt um kring,“ segir Jón Viðar
en viðurkennir þó að blendnar tilfinningar fylgi flutning-
unum. „Þótt gaman verði að opna á nýjum stað erum við að
stinga okkur í djúpu laugina og maður á eftir að sakna fasta-
kúnnanna sem hafa átt þátt í að gera starfið skemmtilegt.“
Jón Viðar segir fleiri breytingar fyrirhugaðar, þar á meðal
á matseðli. „Lúgan og skyndibitinn, hamborgarar og fransk-
ar verða á sínum stað en meiri rækt verður lögð við pitsur
og ís en áður,“ segir hann og bætir við að eins verði nokkrir
heilsuréttir á boðstólum. „Ég vil þó taka fram að óhollusta
er í algjörum minnihluta þótt öðru sé stundum haldið fram;
sem dæmi fer úrvals kjöt, gróft brauð og ferskt grænmeti í
hvern borgara og sósan er eina óhollastan en það er alfarið
undir hverjum og einum komið hvað mikið er notað af henni
og frönsku kartöflurnar eru það eina sem fer í djúpsteik-
ingarpottinn.“
Jón Viðar ætlar eftir sem áður að standa vaktina í Skalla
og nýtur meðal annars liðsinnis fjölskyldunnar. „Konan
hefur verið með mér í þessu frá upphafi og börnin líka. Svo
taka barna- og barnabarnabörnin stundum þátt, svona þegar
þau eru ekki í skólanum og allir ganga í öll verk. Þannig að
oft er glatt á hjalla hjá okkur,“ segir hann og brosir.
roald@frettabladid.is
SKALLI VIÐ VESTURLANDSVEG: FLYTUR
Farsæll söluturn
færir sig um set
FLYTUR Jón Viðar neyðist til að loka Skalla við Vesturlandsveg. Hann
ætlar að opna nýjan söluturn og ísbúð undir merkjum fyrirtækisins í
Ögurhvarfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
38 AUÐUR JÓNSDÓTTIR rithöfundur er 38 ára.„Almennt held ég að fólk í pólitískum stöðum skiptist á að
koma manni ánægjulega og illa á óvart.“
Innilegar þakkir sendum við öllum sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
Guðlaugs Jóhannessonar
rafvirkjameistara.
María Másdóttir
Már Guðlaugsson Sigrún Sif Karlsdóttir
Kristófer Másson
Tryggvi Másson
Þórir Guðlaugsson
Andri Snær Þórisson
Sævar Þór Þórisson
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar
og mágur,
Bergþór Friðriksson
frá Fáskrúðsfirði,
sem lést 24. mars, verður jarðsettur frá Garðakirkju
þann 1. apríl kl. 13.00.
Elín Þorsteinsdóttir
Bjarni Sigmar
Gréta Ingvaldur
Hanna Þóra Ómar
Friðrik Kristborg
Árný Bára Ægir
Ingibjörg Margrét
Steinunn Guðfinna
Stefán Berglind
Aðalsteinn Linda
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ingibjörg Ásthildur
Michelsen
lést föstudaginn 25. mars og verður jarðsungin frá
Guðríðarkirkju föstudaginn 1. apríl kl. 15.00.
Lúðvíg Thorberg Helgason
Guðný Bergdís Lúðvígsdóttir Brynjar Olgeirsson
Birgir Freyr Lúðvígsson Ingigerður Arnarsdóttir
Fjölnir Lúðvígsson Ingibjörg Margrét
Kristjánsdóttir
Björn Fjalar Lúðvígsson Hildur Myrna Lobrigo
Frank Snær Lúðvígsson
börn og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Árni Ásgrímur Pálsson
Álfkonuhvarfi 31, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 27.
mars sl. Útför hans fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi
miðvikudaginn 6. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar
vinsam lega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Linda Gústafsdóttir
Ágústa H. Árnadóttir Sigurjón Ingvarsson
Páll Árnason G. Harpa Jóhannsdóttir
Ómar Þór Árnason Rakel Lindberg Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Katrín Ágústa
Thorarensen
Hólmgarði 2a, Keflavík,
lést á Grensásdeild Landspítalans laugardaginn
12. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey frá
Keflavíkurkirkju að ósk hinnar látnu.
Ragnheiður Thorarensen Theodór Jónsson
Andrea Thorarensen
Skúli Theodórsson Dagný Erlendsdóttir
Thelma Theodórsdóttir Elvar Sturluson
Andrea Theodórsdóttir Valur Ingólfsson
Katrín Thorarensen Ólafur Númason
Kristín Thorarensen Davíð Hreinsson
Sigurjón Harðarson
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við fráfall elskulegrar móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Sigríðar Friðriksdóttur
frá Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og vistfólks fjórðu
hæðar Hrafnistu Reykjavík fyrir frábæra umönnun.
Jón Berg Halldórsson Helga Sigurgeirsdóttir
Guðmundur Meyvantsson
Halldór Berg Jónsson Hrönn Helgadóttir
Sigurbjörg Jónsdóttir Jóhannes Helgason
Ólafur Þór Jónsson Guðrún Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Karl Helgason
fv. kennari á Akranesi,
Gullsmára 9, Kópavogi,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. mars.
Útför hans fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ
föstudaginn 1. apríl kl. 13.00.
Már Karlsson Fanney Leósdóttir
Þröstur Karlsson Anna H. Gísladóttir
og barnabörn.
Sigurður Magnússon
fv. framkvæmdastjóri,
Klapparstíg 1, Reykjavík,
andaðist sunnudaginn 27. mars. Jarðarför fer fram
föstudaginn 1. apríl kl. 15 frá Fríkirkjunni í Reykjavík.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem
vildu minnast hans er bent á Íþróttasamband fatlaðra.
Sigrún Sigurðardóttir
Sigurður Rúnar Sigurðsson Ágúst Birgisson
Jóhann Sigurðsson Agnes Elva Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigrún Jónsdóttir
frá Brautarholti,
lést laugardaginn 26. mars á Dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju
laugardaginn 2. apríl kl. 14. Blóm og kransar eru
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
MS-félagið, sími 568-8620.
Guðríður Svala Haraldsdóttir
Ólafur Haraldsson Alda Rut Sigurjónsdóttir
Daníel Ingi Haraldsson Steinunn Ásta Guðmundsdóttir
Halldór Friðrik Haraldsson Arna Pálsdóttir
Katrín Lilja Haraldsdóttir Reynir Sigursteinsson
Guðrún Birna Haraldsdóttir Gísli V. Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Guðríður Svala Haraldsdóttir