Fréttablaðið - 30.03.2011, Síða 34
30. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR26
sport@frettabladid.is
ANNA ÚRSULA GUÐMUNDSDÓTTIR var í gær valin besti leikmaður seinni umferðar N1-deildar kvenna.
Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, var valinn besti þjálfarinn. Valsstúlkan Anna er í úrvalsliðinu sem og Framarinn Íris Björk
Símonardóttir markvörður. Hornamenn eru Guðbjörg Guðmannsdóttir ÍBV og Guðrún Hálfdánardóttir frá Fram. Skyttur
eru Framarinn Stella Sigurðardóttir og Kristín Guðmundsdóttir Val. Miðjumaður er síðan Brynja Magnúsdóttir úr HK.
Iceland Express-deild karla:
Stjarnan - Snæfell 93-87 (39-41)
Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 38/10
fráköst, Renato Lindmets 15, Justin Shouse 13/15
stoðs., Daníel G. Guðmundsson 10, Fannar Freyr
Helgason 9, Marvin Valdimarsson 4, Guðjón
Lárusson 2, Ólafur Aron Ingvason 2.
Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 24, Pálmi
Freyr Sigurgeirsson 22, Zeljko Bojovic 15, Ryan
Amaroso 15, Sean Burton 11/9 stoðs./6 frák.
Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Stjörnunni.
Iceland Express-d. kvenna:
Hamar - Njarðvík 67-74 (40-41)
Stig Hamars: Jaleesa Butler 34/11 frák.,
Slavica Dimovska 10/11 stoðs., Íris Ásgeirs-
dóttir 9, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8, Þórunn
Bjarnadóttir 4, Kristrún Sigurjónsdóttir 2.
Stig Njarðvíkur: Shayla Fields 25, Julia Demirer
14/15 frák., Dita Liepkalne 13/10 fráköst, Ólöf
Helga Pálsdóttir 10, Eyrún Líf Sigurðardóttir 5,
Auður R. Jónsdóttir 5, Ína María Einarsdóttir 2.
Undankeppni EM:
A-RIÐILL:
Tyrkland - Austurríki 2-0
Belgía - Aserbaídsjan 4-1
Staðan: Þýskaland 15 stig, Belgía 10, Tyrkland 9,
Austurríki 7, Aserbaídsjan 3, Kasakstan 0.
C-RIÐILL:
Eistland - Serbía 1-1
Norður-Írland - Slóvenía 0-0
Staðan: Ítalía 13 stig, Slóvenía 8, Serbía 8, Eist-
land 7, Norður-Írland 6, Færeyjar 1.
D-RIÐILL:
Rúmenía-Lúxemborg 3-1
Staðan: Frakkland 12 stig, Hvíta-Rússland 8,
Albanía 8, Bosnía-Hersegóvína 7, Rúmenía 5,
Lúxemborg 1.
E-RIÐILL:
Svíþjóð - Moldavía 2-1
Holland - Ungverjaland 5-3
Staðan: Holland 18 stig, Ungverjaland 9, Svíþjóð
9, Moldavía 6, Finnland 3, San Marínó 0.
F-RIÐILL:
Ísrael-Georgía 1-0
Staðan: Grikkland 11 stig, Króatía 10, Ísrael 10,
Georgía 9, Lettland 4, Malta 0.
I-RIÐILL:
Tékkland-Liechtenstein 2-0
Litháen-Spánn 1-3
Staðan: Spánn 15 stig, Tékkland 9, Skotland 4,
Litháen 4, Liechtenstein 0.
Vináttulandsleikir:
Kýpur - Búlgaría 0-1
Slóvakía - Danmörk 1-2
Þýskaland - Ástralía 1-2
Írland - Úrugvæ 2-3
Úkraína - Ítalía 0-2
Frakkland - Króatía 0-0
Portúgal - Finnland 2-0
England - Gana 1-1
Þýski handboltinn:
Kiel - Grosswallstadt 25-28
Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Kiel.
Füchse Berlin - Gummersbach 24-20
Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Berlin.
ÚRSLIT
ÚRSLITAKEPPNIN HEFST Í KVÖLD
FRAM - STJARNANVALUR - FYLKIR
Framhúsið | Kl. 19.30Vodafone-höllin | Kl. 19.30
KÖRFUBOLTI Leikmenn Stjörnunnar
halda áfram að endurskrifa körfu-
boltasögu félagsins. Fyrst tókst
liðinu að komast í fyrsta skipti í
undanúrslit og nú er liðið aðeins
einum leik frá því að fara alla
leið í sjálf úrslitin. Stjarnan vann
afar dramatískan sigur á Snæfelli,
93-87, er liðin mættust í Garða-
bænum í gær.
„Þetta var svipað og síðast. Það
kemur alltaf þessi flotti þriðji leik-
hluti hjá okkur. Við hleypum þeim
svo inn aftur en náum að gera
nógu mikið til þess að vinna leik-
inn. Þetta var ekkert glæsilegt,“
sagði Teitur Örlygsson, þjálfari
Stjörnunnar.
Gestirnir úr Hólminum byrjuðu
leikinn betur og leiddu með tveim-
ur stigum, 39-41, í hálfleik. Snæ-
fell hleypti Stjörnunni inn í leikinn
í lok hálfleiksins en hefði hæglega
getað leitt með tíu stigum í hálf-
leik. Stjörnumenn komu svo afar
beittir til síðari hálfleiks og unnu
þriðja leikhlutann, 29-18.
Snæfell neitaði að gefast upp,
kom til baka og komst yfir, 81-82.
Þá tók Jovan Zdravevski til sinna
ráða. Setti niður tvö þriggja stiga
skot og svo gott sem kláraði leik-
inn. Jovan fór algjörlega hamför-
um í leiknum, skoraði 38 stig og
var illviðráðanlegur.
„Þeir höfðu Jovan í dag. Svörtu
sokkarnir hjá honum voru að
skila sínu. Ég er viss um að allir
krakkar í Garðabænum verði
með svarta sokka upp að hnjám
það sem eftir er,“ sagði Ingi Þór
Steinþórsson, þjálfari Snæfells,
en hann og lærisveinar hans eru
komnir með bakið upp við vegginn
fræga.
„Þetta er ekki búið. Við eigum
eftir að koma hingað aftur og
vinna. Ég lít svo á að við eigum tvo
heimaleiki eftir. Þeir vinna okkur
ekki auðveldlega í Fjárhúsinu. Það
eru bara meistaralið sem koma til
baka eftir að hafa lent 2-0 undir en
það er nákvæmlega það sem við
stefnum að,“ sagði Ingi Þór ákveð-
inn en það verður að segjast eins
og er að leikur liðsins er ekki sér-
staklega sannfærandi þessa dag-
ana og langt frá því að vera eins
góður og þegar best lét í vetur.
„Það er alveg rétt að við erum í
ákveðnum vandamálum. Það háir
okkur vissulega að lykilmenn liðs-
ins eru ekki 100 prósent heilir. Við
ætlum samt að gefa allt sem við
eigum í næsta leik,“ sagði Ingi Þór.
Á meðan Snæfell spilar ekki sinn
besta leik leikur Stjarnan við hvurn
sinn fingur. Sjálfstraustið skín af
leikmönnum og þetta lið er til alls
líklegt eins og staðan er í dag.
„Við vorum lélegir í fyrri hálf-
leik og þó svo við höfum unnið í
dag eigum við enn meira inni.
Takmarkið hjá okkur var alltaf
að brjóta ísinn og komast í undan-
úrslit. Til hvers eigum við að láta
það duga? Hingað erum við komn-
ir og við ætlum að hafa gaman af
því sem við erum að gera og bíta
frá okkur í leiðinni,“ sagði Teitur
Örlygsson einbeittur.
henry@frettabladid.is
Stjarnan farin að munda sópinn
Stjörnumenn eru aðeins einum sigri frá því að sópa Íslandsmeisturum Snæfells úr leik í úrslitakeppni
Iceland Express-deildar karla. Stjarnan komst í 2-0 í einvíginu í gær með dramatískum sigri á heimavelli.
SVÖRTU SOKKARNIR Stjörnumaðurinn Jovan Zdravevski fór algjörlega hamförum
gegn Snæfelli í gær. Hann fær hér sendingu frá Justin Shouse. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KÖRFUBOLTI Njarðvík braut blað í
sögu félagsins þegar liðið tryggði
sér í fyrsta sinn í úrslit um
Íslandsmeistaratitilinn í Iceland
Express-deild kvenna í gærkvöldi.
Liðið hafði betur gegn Hamri á úti-
velli í oddaleik um sæti í úrslitum,
67-74. Njarðvík mun þar með mæta
nágrönnum sínum úr Keflavík í
úrslitum.
Íþróttahúsið í Hveragerði var
troðfullt og voru bæði lið vel hvött
áfram. Lætin á milli áhorfenda
fór fram úr hófi á tímabili og lá
við handalögmálum á milli áhorf-
enda. Leikurinn sjálfur var afar
jafn og spennandi en gestirnir úr
Njarðvík höfðu frumkvæðið lengst
af í leiknum. Staðan í hálfleik var
52-55 fyrir Njarðvík.
Það var mögnuð barátta í Njarð-
víkurliðinu sem tryggði liðinu
áfram í úrslitaleikinn. Liðið barð-
ist um hvern einasta bolta og fagn-
aði hverju stigi. Hungrið virtist
ekki vera til staðar hjá deildar-
meisturum Hamars.
„Ég er afar stoltur af liðinu og
þetta var hrikalega gaman. Við
hittum á hörkuleik og fengum
mikilvægt framlag frá þeim stelp-
um sem komu af bekknum. Það
vinnur ekkert lið Hamar án þess
að spila vel og við lékum frábæra
vörn,“ sagði Sverrir Þór Sverris-
son, þjálfari Njarðvíkur, í leikslok.
Ágúst Björgvinsson, þjálfari
Hamars, var daufur í dálkinn í
leikslok. „Þetta eru mikil von-
brigði. Varnarleikur okkar var það
sem varð okkur að falli. Njarðvík
er með sterkt lið og leikgleðin virt-
ist vera meiri þeirra megin,“ sagði
Ágúst svekktur enda ætlaði hann
sér meira. - jjk
Njarðvík gerði sér lítið fyrir og lagði deildarmeistara Hamars í oddaleik í Hveragerði í gær:
Öskubuskuævintýri Njarðvíkur heldur áfram
FÖGNUÐUR Þær Ólöf Helga Pálsdóttir og
Auður Jónsdóttir fagna hér glæsilegum
sigri Njarðvíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓÓJ