Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1919, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.08.1919, Blaðsíða 3
1*59 Menningar-framför öll á hraðri siglingu fyrir beggja skauta byr. 0g þeir, sem helzt réðu ferðum og þóttust einnig ráða veðrum, töldu örvita þá, sem hægar vildu fara og óttuðust að ekki mundi stýrt til “Góðhafna”, þótt úr “Góðhöfnum” hefði verið dregið upp segl. En ef veðurathuganir hefðu verið gleggri, þá hefði orðið vart við bliku, sem var að draga upp á loftið. En ljómi menningarinnar huldi hana. Um hana var haft svo hátt. Um dýrð hennar svo digurmann- lega talað, og á hana bent með bragar-móði, svo að framtíð- ar-himininn logaði af ljóma hennar eins og heiðríkur haust- himininn við norðurheimskaut, “með bragandi norðljósa log.” En—“Loki bundinn beið í gjótum.” Svo slitnuðu böndin, menningar-böndin, sem talin voru hin ágætustu. En þau reyndust enginn Gleipnir. “Úlfur- inn” hristi sig og — böndin hrukku sem brendur þráður í sundur. Og— “Titraði jökull, æstust eldar, öskraði djúpt í rótum lands, eins og væru ofan feldar allar stjörnur himna ranns; eins og ryki mý eða mugga, margur gneisti um loftið fló; dagur huldist dimmum skugga, dunaði gjá og loga spjó.” Inni í öllu þessu heimsróti var nú kirkjan—úti í öskr- andi og æðandi storminum. Og svo er henni kent um af mörgum. Hún hafði unnið svona illa. Og bundið svona illa “úlfinn.” Með þessu var hún að vísu viðurkend sem stórveldi í heiminum, eins og hún hefir verið og er, þótt ekki ætti það að vera slík viðurkenníng. En einhverjum þurfti um að kenna. Og þá fanst sumum hægast, að láta það koma niður á kirkjunni. Og vitaskuld var hún ekki saklaus. Og margt má finna að hjá henni, bæði að því, sem hún gerði og eins lét ógert. .En muna verður á sama tíma það, sem frelsar- inn sagði við Gyðinga: “J7ið vilduð ekki.” peir vildu þá ekki þiggja. póttust vita betur, hvað til friðar heyrði. Svo hefir það verið, og er enn. Enginn fær varpað allri sök af sér. peir, sem kalt var til kirkjunnar og vildu daga hennar talda, glöddust, því þeir töldu sér trú um, að nú kæmi í ljós það, sem þeir höfðu einlægt sagt, að hún hefði engan rétt á sér og væri engin guðleg stofnun. Hún hefði verið búin til

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.