Sameiningin - 01.08.1919, Blaðsíða 4
160
af prestunum, til þess að halda fólki í þrældómi. Nú riði
þessi stormur henni að fullu. Nú yrði hún hrakin út á
“Syrtuna”, ofan í sandbleytuna, botnlaust vítið, sem hún
hefði tilbúið öðrum, en þar sem hún sjálf ætti heima.
Ónei! það er engin hætta á því. Ekki frekar en með
postulann Pál. Kirkjan er Drottins stofnun, og stendur og
mun standa, þrátt fyrir allar hrakspár nú sem fyr. Ekki
þó vegna afburða meðlima hennar og ágætis, heldur vegna
þess, að Drottinn er með henni. Hann sagði sjálfur: Sjá,
eg er með yður alla daga, alt til enda veraldar. Og heitorð
sín heldur hann. Vilja hefir hann bæði og máttinn. Ef vér
trúum á hann, þá treystum vér því. Og enginn, sem hon-
um hefir treyst, hefir þurft að láta æðrast, hvernig sem
blásið hefir. Hann sér um að hún berist ekki út á “Syrtuna”
og ferst ekki þar, þótt meðlimir hennar sumir, bæði háir og
lágir, kunni að berast út þangað og láta fyrirberast þar.
Hans vegna fær hún staðið af sér alla storma og komist
hreinsuð út úr hverri eldraun.
En minnumst þess á sama tíma, að skrifað er: Drott-
inn agar hvern þann, sem hann eiskar. Og líka hins, er
segir: Dómurinn byrjar á Drottins húsi. Og dómur Drott-
ins gekk yfir allan heim með heimsstríðinu mikla. En lít-
um svo á, að það hafi verið fyrst og fremst dómur yfir
kirkju hans. En dómurinn var agi hans. Hann hefir
viljað vekja hana og koma henni til þess að hyggja að átt-
um og fara betur eftir áttavitanum sínum, svo að ljósið af
hæðum lýsti henni, krafturinn af hæðum styrkti hana til
þess að vinna að hinu dýrlega hlutverki sínu, því, að koma
heiminum til þess að kannast við Jesúm Krist sem konung
sinn, friðþægjara og frelsara. En, eins og kunnugt er, eru
áhrif hvers aga undir því komin, hvernig aganum er tekið.
Kirkjan þarf að finna til þess, að aginn sé réttlátur,
verðskuldaður, og nauðsynlegur. Hún þarf að læra að auð-
mýkja sig fyrir Drotni sínum. Hún þarf þá líka að treysta
því óbifanlega, að hann sé með henni einnig þá, er hann agar
hana, og að aginn sé henni einmitt merki þess. Hún þarf
þá líka að koma auga á Guðs dýrlega tilgang með agann og
hafa augun á honum, þeim sem sé, að fá að upphef ja hana
svo, að hann geti sýnt heiminum að hún er hans og að hann
vilji birta heiminum dýrð sína fyrir hennar hönd.
Guði hefir nú verið ant um þetta. Og hann hefir á-
valt sýnt það. Hann hefir sýnt það með því að hlífa ekki
sjálfum sér, og líka með því að hlífa ekki kirkju sinni, þeg-
ar um það hefir verið að ræða að koma henni til þess að