Sameiningin - 01.08.1919, Page 12
168
Pað var verið að safna til skólans á einum stað. pá
var komið til manns eins og hann spurður, hvort hann vildi
styrkja. “Nei, ekki rautt cent”, sagði hann. “En ef þú
vilt fá peninga til þess að drepa hann, þá skal eg gefa
$1,000.” — Nú, þetta voru hin beztu meðmæli með skólan-
um. Eg er manninum mjög þakklátur fyrir.. Hann gaf
skólanum miklu meira en hann vissi. Hann sýndi að skól-
inn var einhvers virði kristilega. Og hann þarf einmitt að
verða oss mikils virði, já, mest virði kristilega. Kristindóms
fræðslan í skólanum þarf að verða oss kristnum mönnum það,
sem bjartast gerir yfir skólanum í augum vorum og sem vér
leggjum mesta áherzluna á og viljum fórna mestu fyrir.
Kristindóms mentunin í sambandi við stofnunina á að vera
oss það, sem um fram alt gerir hana oss ómissandi, og lífs-
nauðsyn að halda henni við og láta hana þrífast sem bezt.
íslenzka er mikils virði, en hún er ekki mér og á ekki að
vera oss kristnum mönnum eins mikils virði, því síður meira
virði.
f útskýring Fræðanna á fyrsta boðorðinu stendur með-
al annars: Vér eigum að elska Guð yfir alla hluti fram.
pað eru þeir til, sem snúa því við þannig: Vér eigum að
elska íslenzkuna yfir alla hluti fram. — En vitaskuld eru
þeir ekki með oss. En það eru menn með oss, sem virðast
lesa þannig: Vér eigum að elska íslenzkuna og Guð yfir alla
hluti fram. pá er íslenzkan sett við hliðina á Guði. Og
reynzlan hefir ávalt verið sú, að hafi nokkuð mannlegt verið
sett við hliðina á Guði, þá hefir Guð æfinlega verið látinn
þoka niður í reyndinni. Og þó að oss tækist að halda jöfn-
uðinum, sem oss í reyndinni er alveg ómögulegt, þá værum
vér samt orðið hjáguðadýrkendur; því Guð þolir engan og
ekkert við hliðina á sér. Hann einn er ofar öllu. pess vegna
á kristindómurinn að vera efstur, tvímælalaust og algerlega
efstur; því þá er Guð efstur. Á einum stað segir Jesús:
Hver sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki
verður, og hver, sem ann syni eða dóttur meir en mér, er
mín ekki verður.— (Matt. 10. 37).
Jesús hefir líka sagt: Leyfif börnunum til mín að koma
og bannið þeim það ekki. Og honum gramdist við læri-
sveina sína fyrir það, að þeir bönnuðu mæðrunum að koma
með börnin til hans. En nú halda margir kristnir menn hjá
oss, að það sé saklaust. Ef aðeins unglingarnir fá mentun,
ekki sízt ef þau fá mentun líka í íslenzkum fræðum, þá sé
það gott og blessað. Um það er ekkert hugsað, hver áhrif
mentunin, sem þau fá, hefir á samband þeirra við Drottinn