Sameiningin - 01.08.1919, Síða 16
172
rökkurvofum framliðinna, og opinberanir úr heilum tauga-
bilaðra kvenna og karla, — þetta á að vera ljósið og lífsins
orðið innblásna, sem koma á í staðinn fyrir innblásið Guðs
orð heilagrar ritningar, eða að vera lykillinn að því og leið-
réttingin á því líkt og “frúarorðið”—heilaspuni Mrs. Eddy—
er þeim “Christian Scientistum”. Við slíkar og þvílíkar lífs-
ins lindir á alþjóð íslands að setjast og súpa á sér til heilsu-
bótar og heilla um tíma og eilífð.
Önnur samtök hafa raunar líka orðið þar, en þjóðernis-
leg, oss villuráfandi “löndunum” vestrænu þjóðernislega til
frelsunar. Sjáanlega var oss hætta búin. pjóðernislega um
líf eða dauða að ræða með oss. Til þess var fundið. Bræð-
urna, er samtök hafa haft með sér, tók sárt að hugsa til
þess, ef vér skyldum glatast þjóðernislega. pess vegna þessi
áhugi. Og vel sé þeim fyrir áhugann. Og áhuga eigum
vér að hafa á því, að varðveita sem bezt allan góðan ís-
lenzkan arf í fórum vorum og fara sem bezt með hann. En
einkennilegt virðist mér það vera, þegar eg hugsa um þetta,
að aldrei skuli nein samtök hafa verið heima um það, að
hjálpa oss hér í dreifingunni kristindómslega, þótt oft hafi
“makedónískt kall” heyrst héðan heim, bænin um kirkjulega
og kristindómslega hjálp, og það kall sterkara heldur en
kallið hitt. Lítur út fyrir eins og meiri hætta sé að glatast
þjóðernislega en kristindómslega, — að þar sé um líf eða
dauða að ræða, en ekki hér.
En eg þykist sjá eitt í sambandi við þessi samtök, —
að böggull fylgi rifi þar. — Hægt er að kalla það ofsjónir.
En þeir um það, sem það gera. — Sá sem forystu hefir þar
á hendi og áhrifamestur er maðurinn, er sá maðurinn, sem
erkibiskup allra öndunga á íslandi má telja og er lofðungur
allrar marglyttumenskunnar trúarlegu og andlegu þar. Auk
þess er hann sá, sem á sterkastan “trúboðs-andann” að efl-
ing trú sinni. Hefir sent “trúboða” sína út um alt land og
vestur hingað. Að vísu hafa þeir verið dulklæddir, í hjúpi
skáldskapar-listarinnar, og fagurlega búnir. Fæsta því
grunað, í hvaða erindum þeir væru komnir og með hvaða
“gerningum” þeir hefðu verið búnir út að heiman. Minna
þeir að ýmsu leyti á seiðskratta æfintýranna, er með gern-
ingaveðrum seiddu til sín sendimenn konunga. Sátu svo
fyrir þeim í skógarrjóðrum á gullstólum, forkunnarfagrar
og fagurlega búnar, greiðandi gulllokka sína með gullkömb-
um, og heilla þá svo, að þeir biðja um ástir þeirra til handa
konungum sínum. Eins reyna þessir “trúboðar” mannsins
með gerningum skáldskaparins og dularfullra fyrirbrigða að