Sameiningin - 01.08.1919, Síða 18
174
Og með stofnun Jóns Bjarnasonar skóla hefir það stígið
stærsta sporið, sem hægt er að stíga í þá átt. Allir, sem
telja sig þjóðernisvini og ekki eru það að eins í nösunum,
ættu að taka höndum saman og beita öllum áhuga þjóðrækni
sinnar til þess að hlúa að honum sem bezt. Svo ætti það að
vera, ef þeim finst um líf eða dauða vera að ræða í því máli,
og þeim er ant um líf þess. En eru nokkur líkindi til þess
að það verði gert? —
Eg þykist sjá bliku á lofti, er boði Evrakvíló, ölduæsir,
í aðsígi. Vér eigum ekki að fá að sigla fyrir hægum byr
með kristindómsmál vor. Reynt verður hér eftir, eins og
hingað til frá byrjun, að hrekja oss af leið og ef unt væri
út á “Syrtuna”, út á sandrifin andlegu, gróðurlausu, og út
í sandbleytuna, þar sem allri ferð áfram í sannleika lýkur,
en alt sogar niður, — on’í botnlaust vítið.
En eins lengi og Drottinn ekki yfirgefur oss, þarf enga
storma að óttast. Stríðið hefir nýlega sýnt oss það. Hann
vill láta þá verða oss að byr áfram. Kallar oss með þeim
nær sér, og hvetur oss til þess að standa betur saman og
fastar á kletti vorum, bjargi aldanna, ekki samt sem “stein-
tröll frá liðnum öldum” né heldur hangandi á honum sem
marglyttur, heldur sem lifandi þjónar hans. pá stöndum
vér ekki í neinni sandbleytu, en höfum fótfestu og getum
sótt upp í storm og straum og hjálpað fólki voru til þess
að ná sem beztri fótfestu þar, sem eina fótfestan áreiðan-
lega er í lífinu, hjá Drotni vorum og frelsara Jesú Kristi,
og vera hjá honum vistfólk og vinnuhjú að verki hans, en
láta engin seiðlæti soga sig út og burt frá honum.
Hann sjálfur er kristindómurinn. Að eiga hann er að
eiga kristindóminn og um leið lífið. Að hafna honum er að
hafna kristindóminum og láta sogast út í dauðann og fyrir-
berast þar.
Oss ríður því á að sjá og eiga þá sjón lifandi í sálu vorri,
að um líf eða dauða er að ræða, þegar snertir kristindóms-
mál vor. J?að eru vor eilífðarmál og vor æðstu mál, og eiga
því að vera vor mestu áhugamál. Evrakvíló, öldusæir heil-
ags anda, þarf því að fá að hrekja hálfvelgjuna alla hjá oss
og hálfleikann við hin heilögu mál kristindómsins út á
“Syrtuna”, on’í botniaust vítið, þar sem þau hjú eiga heima,
svo að þau aldrei komi upp aftur; en á sama tíma þarf hann
í mætti sínum að hrífa oss alla, sameinaða og samhenta, út
í fórnfúst starf og stríð til sigurs málefni Drottins undir
forystu hans.