Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1919, Qupperneq 23

Sameiningin - 01.08.1919, Qupperneq 23
179 uður þessi hefir jafnvel troðið sér inn í ráðstefnu kirkjunn- ar. Stofnunin þarf að standa, eða tækifæri býðst til að komast að góðum samningi, eða vegur opnast til valds og metorða, finst leiðtogunum, og svo vernda þeir margt, sem rangt er, og þegja, þegar þeir eiga að bera sannleikanum vitni, af því að þeir eru búnir að gjöra andlaust kerfi úr kirkju hins lifanda Guðs og bræðralagi því, sem andlegt líf mannanna er undir komið. Pað var ranglætiskerfið, sem réð Kristi bana, á mann- lega vísu talað. pegar hann sjálfviljugur lagði niður líf sitt, þá var morðvélin til taks. pað var kirkjukerfi Farísea, sem um langa hríð höfðu hatað þennan alþýðuvin og sann- leikserindið hans. J?að var kerfi Saddúkea, heimsbarnanna, sem í speki sinni gátu engan stað fundið orðum þessa rétt- láta manns, er trúði á komanda dóm. J?að var pólitískt blygðunarleysi Pílatusar og ótrygð við sannleikann, sem að lokum framseldi Krist. Pílatus valdi það ráðið, sem auð- veldást var, til að lægja ofsann í Gyðingunum. Hann fram- seldi þennan hugsjónamann, sem trúði því, að til væri sann- leikur. Pílatus var hlekkur í pólitískri keðju. Eina viðkvæðið þarf að vera: “Brjótum niður rang- lætis-kerfið”. í nafni lýðveldis og trúar þurfa menn að hef j- ast handa, og berjast gegn þeim ófögnuði með vopnum rétt- lætis og sannleika. Vér þurfum að draga rangindin fram í dagsljósið. Ef trúaðir menn sjá ekki lýðfrelsinu borgið með því að kollvarpa hverju ranglætis-kerfi, þá taka stjórn- lausir byltingaseggir við taumhaldinu, og brjóta niður, eigi að eins goðahof rangindanna, heldur gjörvalla bygging mannfélagsins. pað er ómannlegt að standa hjá. Sá sem ekki er með dáðríkri trú, sem sýnir mátt sinn í sönnu lýð- frelsi, hann er á móti hvorttveggju, bæði frelsinu og trúnni. Gungur og landeyður eiga engan rétt á sér nú. Sá sem ligg- ur á liði sínu, veitir óvinunum lið. Vér þurfum að vera al- trúir til hvers sem vera skal, að erviða, að líða, að verða fyrir röngum dómum og álasi, að þola fult píslarvættið ef þörf gjörist, til þess að mennirnir megi njóta sannarlegs frelsis fyrir tilstyrk falslausrar og lifandi trúar. G. G. Trinity (prenningar) söfnuðurinn í Rockford, 111., tilheyr- andi lútersku kirkjunni, hefir undanfarandi kostað að fullu einn trúboða á Indlandi. Nýlega bætti hann öðrum við, og sér framvegis um tvo trúboða á Indlandi. petta er að taka trú- # boðsstarfið alvarlega og kristilega.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.