Sameiningin - 01.08.1919, Síða 24
180
Rómversk-kaþólska kirkjan í Bandaríkjunum telur nú um
17V2 miljón meðlimi.
pingmaður einn á þingi Ohio ríkis bar fram lagafrumvarp
þess efnis að banna bænagerð á þýzku í kirkjum þess ríkis.
Er þetta góð mynd af afbökuðum þjóðræknísanda.
Einlægt heyrir maður eitthvað nýtt. Nafntogaður Lundúna-
prestur mælir með því að mönnum sé leyft að reykja í kirkju
meðan á guðsþjónustu stendur. Býður nokkur betur?
Presbýterar í Pennsylvania ríkinu hafa samþykt að lág-
mark launa, er prestar þeirra fá, skuli vera $1200 ef prestur-
inn er ókvæntur, en $1400 og húsnæði, ef presturinn er kvæntur.
Dr. Gerberding, hinn góðkunni kennari við lúterska presta-
skólann í Chicago, hefir nú lokið 25 ára starfs-tímabili við
skólann. Hann var heiðraður á viðeigandi hátt í sambandi við
uppsögn skólans.
Elzti prestur lútersku kirkjunnar í Ameríku er séra
William F. Eyster, sem nú er til heimilis í Crete, Nebraska.
Hann er á áttunda árinu yfir nýrætt, og er enn við allgóða
heilsu, þó ekki sé hann þjónandi prestur.
Af Concordia College í Moorehead, Minnesota, útskrifuð-
ust á síðastliðnu vori 82 nemendur. Af St. Olaf’s College í
Northfield, Minn. 72; og af Luther College, Decorah, Iowa, 28.
Ber þetta vott um í hve miklum blóma þessir kirkjuskólar eru.
pað er sífelt að koma betur í ljós hve nauðsynlegt starf það er,
sem þessir skólar reka.
Ein af hinum sorglegu afleiðingum styrjaldarinnar nýaf-
stöðnu eru þeir hnekkir er trúboðsstarf kirkjunnar hefir orðið
fyrir. Fjöldi af trúboðum hefir orðið að hætta, og ekki verið
unt að bæta í skarðið. Hvílík lífsnauðsyn að kristnin vakni
alvarlega til meðvitundar um þá brýnu skyldu, er á henni
hvílir.
í Bandaríkjunum eru nú samkvæmt nýjustu skýrslum
197,404 kirkjur. Tala allra meðlima er um 35 miljónir. Meira