Sameiningin - 01.08.1919, Page 25
181
en fjórum miljónum stærri er tala kvenna í söfnuðunum en
tala karla. En tala kirkjulýðsins alls einungis þriðjungur af
allri íbúatölu. Kirkjan hefir því stórt og þýðingarmikið hlut-
verk heima fyrir, um leið og hún að sjálfsögðu á að sinna því
að boða kristindóminn öllum þjóðum.
pann 8. marz síðastl. voru 40 ár liðin síðan biskup G. J. F.
Dietrichsen í Hamarstifti í Noregi var vígður til prests. Diet-
richsen biskup er fæddur í Wisconsin ríki-í Bandaríkjunum.
Faðir hans var þá trúboði þar á meðal útfluttra Norðmanna.
Biskup varð hann 1910, fyrst í Tromsöstifti, svo tveimur árum
seinna í Hamarstifti.
Einn söfnuður Meþódistakirkjunnar í borginni Minneapolis
safnaði nýlega $18,000 á einum degi til styrktar starfsmálum
þess kirkjufélags, er hann tilheyrir. Söfnuðurinn telur 500
meðlimi. Skuld hvílir á söfnuðinum, er nemur $21,000, en
hann lét stórmál kristninnar sitja fyrir. Ætlar sér þó innan
skamms að lúka þeirri skuld.
Nýlega hefir flotamálaráðherra Bandaríkjanna gefið út
eftirfylgjandi skipun um helgihald Drottins dagsins í flota
þjóðarinnar: “Til að tryggja viðeigandi helgihald Drottins
dagsins í flota Bandaríkjanna og til að veita hermönnum og
foringjum þeirra þá hvíld og tilbreytingu, er þeim ríður svo
mjög á, skal eftirfylgjandi skipun framfylgt: Eftirleiðis er öll-
um foringjum og öðrum er hlut eiga að máli, falið að annast um
á skipum þeim eða landstöðvum, er þeir eru settir á, að engin
vinna sé framkvæmd á Drottins daginn nema brýnustu nauð-
synjaverk...... Ekkert skip flotans skal byrja ferð á sunnu-
degi nema brýn nauðsyn sé til. Til að tryggja reglubundnar
guðsþjónustur á skipum flotans og landstöðvum, er það enn
fremur boðið að aldrei skuli vinna koma í bága við að haldnar
séu guðsþjónustur, og sé herprestum veitt öll möguleg aðstoð
og hvatning í verki þeirra að koma á og halda slíkar guðsþjón-
ustur. Hæfilegur salur skal tilreiddur í þessu augnamiði, og
sé hann undirbúinn sæmilega til notkunar, og skal séð um að
algerð kyrð ríki á skipi hverju meðan á guðsþjónustu stendur.
Lúðraflokkur skipsins sé ætíð til afnota við guðsþjónustur.
Sé enginn herprestur á skipinu skal foringinn gera ráðstafanir,
ef unt er að fá herprest af öðru skipi eða úr nágrenninu, til að
halda guðsþjónustu, og veita honum alla aðstoð. Sé ekki unt
að fá reglulegan herprest, er það lagt fyrir að fyrirliðarnir
útvegi, þegar heppilegt er hæfan prest úr landi til að halda
guðsþjónustu.” Á dögum þrælastríðsins gaf Lincoln forseti út
svipaða skipun hvað landherinn snerti.