Sameiningin - 01.09.1919, Blaðsíða 3
191
ur stofnaði hana, postularnir þjónuðu henni og dásamleg
verk voru unnin innan vébanda hennar.
Kirkjan verður dvrleg í krafti Krists og anda kær-
leikans í hinum nýja tíma.
Skólinn.
Skóli kirkjufélags vors tók aftur til starfs, eftir sumar-
hvíldina, 24. September. Útlit er fyrir góða aðsókn. Kenn-
ararnir verða auk skólastjóra, séra Rúnólfs Marteinssonar,
þær ungfrúrnar Ásta Austmann og Salóme Halldórsson.
Búist var við að J. Magnús Bjarnason kendi þar í ár, en
þegar til kom, gat hann ómögulega komið því við.
pegar rætt var á síðasta kirkjuþingi um starfsmanna-
skort og prestafæð, var sú yfirlýsing samþykt, að í því efni
setti kirkjufélagið traust sitt til Jóns Bjarnasonar skóla.
Sézt af því hversu ómissandi það er talið fyrir kristilegan
félagsskap að eiga og starfrækja þá stofnun, sem býr unga
menn og ungar konur undir kristilegt starf í söfnuðunum.
Allar deildir kristinnar kirkju í Ameríku eiga slíkar stofn-
anir, og eru þær oft helztu vermireitir trúarlífsins, og þaðan
koma þeir, er prestar verða. Lítill lúterskur skóli er í
Melville, Sask., á svipuðu stigi og með svipuðu fyrirkomu-
lagi og skóli vor. Átta ungir menn luku þar námi í vor, og
hafa þeir allir ákveðið að gerast prestar í kirkjufélagi sínu.
pað hefir kirkjan jafnan sem mælisnúru, er hún gerir upp
reikninga við skóla sína, hversu margir ungir menn koma
út af skólanum fyltir eldmóði trúarinnar og við því búnir
að helga kirkjunni líf sitt og starf. Sömu mælisnúru hlýtur
kirkjufélag vort að mæla sinn skóla með. Og það er hjart-
anleg von vor og bæn til Guðs, að skóli kirkjufélags vors
verði æ meir helgur reitur, þar sem spretta fegurstu blóm
kristilegrar trúar; að hann verði gróðrarstöð kristilegrar
menningar, miðstöð lúterskrar trúfræði og aflstöð kristi-
legra framkvæmda; að þaðan komi þeir, sem boða orð sálu-
hjálparinnar í söfnuðum vorum; að þaðan komi heitir
straumar lifandi trúarlífs, sem vermi og lífgi trúna í brjóst-
um kirkjulýðs vors hvarvetna. Ef skólinn ber gæfu til þess
að verða hjá oss eitthvað svipað því sem skólar spámann-
anna voru í ísrael forðum, þá mun kirkja Krists telja hann
ástmög sinn og ala önn fyrir honum, og þá mun Guð láta
hann vaxa að náð og vizku. Til þess það verði þurfa allir