Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1919, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.09.1919, Blaðsíða 2
190 Gamla búslóðin gengur úr sér, og sumt er ekki far- andi með í nýja húsið. Bezt að selja öyðingunum skranið og fá sér nýja muni, sem eru við bæfi nýja hússins. En hvernig reiðir kirkjunni af í flutningnum? Yerð- ur hún flutt með inn í nýja tímann ? Eða verður hún seld Gryðingunum með gamla skraninu ? Enginn vafi er á því, að kirkjan verður flutt með öðru ' nytsömu inn í nýja tímann — en hve veglegan sama- stað liún fær og mikið verk að vinna, það fer eftir því, hve vel hún sjólf getur búið sig til ferðar og komið með nothæf verkfæri til að vinna með í nýja tímanum. Og henni ætti ekki að vera það ofraun, kirkjunni, að sníða sér stakk eftir samtíðinni, svo hún fái í nafni Drottins þjónað sem bezt mannfélaginu. Hún hefir svo mörgum sinnum gjört það áður á liðnum öldum. Með því hefir hún sýnt yfirburði sína yfir allar stofnanir aðrar. Hún hefir sýnt, að hún á jafnt við allar tíðir og að ytra formi getur hún yngt sig upp eftir þörfum tfrnans 1 brjósti sér ber kirkjan eilífan anda Guðs; hjarta hennar er Jesús Kristur. Þar fyrir er kirkjan ódauðleg, eilíf og óumbreytanleg að innra eðli. Sá andi sloknar ekki, það hjarta kólnar ekki. Það eru einungis fötin hennar sem mennirnir ráða yfir. Þeir hafa stundum fært hana í ljót föt, svo í bili hafa margir fyrirlitið hana. Ekki eru fötin aðalatriði, en eigi að síður eru þau nokkurs virði. Stundum er svo mikið borið í klæðnaðinn, að lifandi manneskjan, sem í honum er, varla sézt. Svo fara menn stundum með kirkjuna — færa hana í svo margar fiíkur mannasetninga, fræðigreina og játninga, að hún ætlar sjálf að kafna. En heilagur andi lætur ekki menn- ina kæfa sig. IJann slítur utan af sér fötin manngjörðu þegar þau fara að þrengja að, og íklæðist nýjum búningi. svo hann fái umgengist alla menn. Að einhverju leyti hefir andi kirkjunnar óefað fata- skifti við flutninginn inn í nýja tímann. Enginn skyldi hræðast það. Margir gleðjast yfir því, sérstaklega vegna þess, að margt bendir til þess að búningur kirkjunnar verði í nýja tímanum miklu líkari því, sem var í upphafi; fatasnið hennar verði svipaðra því, sem var þegar Krist-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.