Sameiningin - 01.09.1919, Blaðsíða 8
196
metið hana umtalsverða. Kvörtuðu fundarmenn yfir tóm-
læti allra fréttablaðanna íslenzku í sambandi við kirkjuþing
og starf kirkjunnar alment.
3. Tilkynning til safnaðanna, sem úr kirkjufélaginu
gengu. Skrifari hafði tilkynt bréflega söfnuðunum þá ósk
kirkjufélagsins, að þeir kæmi aftur í félagið. Hafði hann
þegar fengið svar sumra safnaðaskrifara og þá umsögn, að
málið mundi lagt fyrir söfnuðina á ársfundi. Raddir hefðu
og komið frá mönnum í þeim söfnuðum, sem léti í ljós von-
brigði út af afgreiðslu málsins á kirkjuþingi, því samkomu-
lags vonin hvíldi á þeim grundvelli, sem tekinn er fram í
samningi þeim, sem gjörður var í fyrra og undirskrifaður
af embættismönnum kirkjufélagsins og fulltr'um úr Tjald-
búðarsöfnuði.
Næsti fundur framkvæmdarnefndarinnar verður, ef
Guð lofar, haldinn í öndverðum Desember-mánuði.
Séra Jón J. Clemens, sem áður var prestur í kirkjufé-
lagi voru, en hefir nú margt ár starfað hjá ensk-lúterskum
söfnuðum og nú síðast í búðum Bandaríkjahersins, hefir
nú tekið að sér prestþjónustu við Markúsarkirkjuna lútersku
í Emporia, Kansas. Yar hann settur þar inn í embættið með
hátíðlegri athöfn sunnudaginn 14. þ. m. — Vér óskum hon-
um blessunar Drottins.
Séra Runólfur Rúnólfsson, eitt sinn prestur fslendinga
í Spanish Fork í Utah, er kominn til Winnipeg og tekinn
við þjónustu í Skjaldborgarsöfnuði. Vér bjóðum hann vel-
kominn og óskum honum góðs gengis.
Þriðja ársskýrsla trúboðans
til kirkjufélagsins.
Síðan eg gaf kifkjufélaginu ársskýrslu í fyrra, hefir
trúboðið gjört þessa ráðstöfun viðvíkjandi starfi okkar:
“Samkvæmt því, að trúboðið hafði í huga, er það ráðlagði að
séra S. 0. Thorláksson yrði fluttur til Nagoya 1917, ráðlegg-
ur það nú, að honum sé falin umsjón með Nagoya-stöðinni,
er Mr. Horn fer þaðan.” pessa ráðstöfun staðfesti trúboðs-
nefndin í Ameríku, og Mr. Horn er farinn héðan, og er því
trúboði yðar hér eftir einn, til þess að duga eða drepast.
pessi ráðstöfun komst í framkvæmd á síðastliðnum páskum,
og síðan hefi eg verið að kynna mér starfið hér og koma mér