Sameiningin - 01.09.1919, Blaðsíða 4
192
þeir, sem að honum standa að sameinast í trú og bæn og
hafa það eitt fyrir augum, að gera Jes i m Krist dýrlegan
fyrir starf skólans.
í þeirri von biðjum vér skóla Jóns Bjarnasonar bless-
unar Drottins á byrjuðu starfsári.
Kirkja Selkirk-safnaðar brunnin.
pað raunalega slys bar að höndum aðfaranótt sunnu-
dagsins 7. þ. m., að kirkja safnaðarins í Selkirk gjöreyddist
í eldi, og varð þar engu bjargað öðru en orgelinu og skírnar-
fontinum. Ógurlegt þrumuveður gekk þessa nótt og laust
eldingu í kirkjuna og stóð hún í björtu báli, áður en slökkvi-
liðið kom. Kirkjan var vátrygð einungis fyrir 1200 doll.
Skaðinn er því fátækum söfnuði nærri óbærilegur. pó hafa
bræður vorir í Selkirk ekki látið hugfallast. Fáum dögum
eftir eldsvoðann hélt söfnuðurinn fund og ákvað með Guðs
hjálp að koma sér upp nýrri og betri kirkju, þegar er þvi
yrði við komið. Auðvitað verður ekki unt að byrja kirkju-
smíði fyr en með næsta vori, og verða því guðsþjónustur
safnaðarins fluttar í vetur og þar til ný kirkja er reist í
samkomuhúsi, sem söfnuðurinn var svo lánsamur að hafa
eignast fyrir skemstu og stóð við hliðina á kirkjunni.
Ekki biðja þeir Selkirkmenn um hjálp í neyð sinni og
með karlmenskuró færast þeir það sjálfir í fang, að end-
urreisa kirkju sína, svo mikið Grettistak sem það verður þó
vegna þess, hversu ógurlega dýrt alt byggingarefni er nú.
En nú reynir á íslenzkan drengskap og kristilegan bróður-
hug annara manna víðsvegar um söfnuði vora. það hefir
ávalt verið talin fögur dygð að létta byrði þeirra, sem verða
fyrir mótlæti. Og þar sem nú eiga í hlut félagsbræður vorir
og systur í kirkju Krists og einn hinn elzti og tryggastí
söfnuður kirkjufélags vors, þá ætti það að vera ljúf hvöt
margra manna, að rétta nú Selkirk-söfnuði hjálparhönd.
Og skorum vér því á almenning safnaða vorra að bregðast
vel við þessari málaleitan og senda sem fyrst gjafir í kirkju-
byggingar-sjóð Selkirk-safnaðar. Vilji menn senda gjafir
sínar þá leið, skal Sameiningin fúslega veita gjöfunum viö-
töku, kvitta fyrir þær og koma þeim til safnaðarins.
“Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál
Krists”, segir postulinn.