Sameiningin - 01.09.1919, Blaðsíða 9
197
fyrir við það, því síðastliðið ár hefi eg verið minna við starf-
ið í Nagoya riðinn, en árið áður, vegna þess að eg þurfti á
síðastliðnu hausti að taka að mér Toyohashi-stöðina, er Mr.
Linn þurfti að fara heim til Ameríku, vegna veikinda barns
síns
Síðasta ársskýrsla mín endaði á frásögn um sumar-
leyfið, og leyfi eg mér því viðvíkjandi að vísa til frásagnar
um það í Desember-blaði Sameiningarinnar, bls. 310. Eg
dvaldi þá 10 daga í Karnigawa (þar gjörum við ráð fyrir að
dvelja í leyfinu í sumar á heimili séra Stirewalts, einum af
trúboðum okkar, sem er forstöðumaður Kyushu-skólans) á
fundi lútersku trúboðanna hér í landi, og hefir gjörðabók
þess fundar verið send forseta og skrifara kirkjufélagsins.
Á síðastliðnu hausti þurfti eg að mestu leyti að leggja
niður starfsemi mína meðal ungra manna í Nagoya, vegna
skylduverka minna í Toyohashi. En Mr. Horn tók það þá
að mestu leyti að sér. Ensku-félagið (The English Speaking
Club) reyndist mjög vel og verður að sjálfsögðu fastur lið-
ur starfsins hér; en eg hugsa til að gjöra það áður en langt
líður að Bandalagi ungra manna, með reglulegum (skírðum)
meðlimum og aukameðlimum. pað verður þá skylda reglu-
legu meðlimanna að gjörast trúboðar auka-meðlimanna. Eg
hefi haldið áfram að annast um Biblíunámsflokk á sunnu-
dagsmorgnum þá sunnudaga, sem eg hefi verið í Toyohashi
og þar hefi eg líka haldið fundi með námsmönnum, sem far-
ið hafa fram á ensku. petta starf, þar sem ensk tunga er
notuð, er í fyrstu mjög hugnæmt; en þegar maður fer að
verða fær um að nota hérlent mál, verður það fremur leið-
inlegt. En því meir sem nýr trúboði gefur sig við þessu
starfi og kynnist fyrir það fleirum og notar þau tækifæri til
þess að kynna sér hugsunarhátt Japana, þess betur verður
hann hæfur til þess að boða trú einstaklingnum, þegar hann
er búinn að læra hérlent mál. Sem stendur nota eg Mr.
Takashima sem túlk við alt enska starfið. Hann er mjög
góður og nákvæmur túlkur, og eg get þess vegna verið viss
um það, að þau sannindi ritningarinnar, sem eg er að reyna
að innræta, njóta sín eins fyrir það, þó að eg tali á ensku.
Af ástæðum, sem mér eru ekki kunnar, fal Mr. Horn
mér á hendur umsjón með starfi Biblíu-konunnar okkar
nýju. Starf fyrri Biblíu-konunnar hafði ekki gefist vel, svo
að ekki var neinum grundvelli á að byggja þegar hin nýja,
Mrs. Ariga, tók til starfa; enda hafði hún áður hvorki
reynslu né undirbúnings-mentun, en er bæði viljug og