Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1919, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.09.1919, Blaðsíða 18
206 föðurgæzka hefir yfirunnið þessa vonzku og að engu gjört þeirra illu ráð. ó, Drottinn, gef að þeir auðmýkist fyrir rétt- læti þínu og leiti þinnar miskunnar, þú hinn æðsti og heilagi, svo að þeir hverfi frá villu vegar síns og aðhyllist sannan frið. Leiðbein þú líka sjálfum oss og fyrirgef oss það, sem vér höfum brotið á móti þér í þessu stríði. Ó minn Guð, þú sem alt sérð, þú sást þín börn í hörmung og neyð; þú sást þau verja frið og frelsi og fósturlandið sitt; þú sást, að þau stóðu undir þínu merki, krossins heilaga merki. pú vissir, að þau tók sárt til réttlætis, friðar og frelsis, sem alt var í húfi; þú vissir líka, að fyrir þetta voru þau fús að fórna lífi sínu, og gjörðu það í Jesú nafni. Ó, þú eilíf ðarfaðir og friðarhöfðingi, Drottinn Jesús Krist- ur, þú sem ert frelsari mannkynsins og algæzkan sjálf, þú sem alt sérð og alt þekkir, þú sem alla huggar og styrkir, er til þín leita, lof sé þér og dýrð um alla eilífð! pú varst nálægur þjón- um þínum í þessu stríði. pú studdir þá í hættunni og huggaðir þá í hörmungunum, þú mýktir sársaukann þeirra og gafst þeim von, þegar öll von virtist úti. Og þú gafst þeim sigur að lokum, og heilagan frið. pér einum sé lof og dýrð, með föður og heilögum anda. pakkir sé þér færðar, af öllum tungum, frá öllum hjörtum, úr öllum heimi, um allar aldir, amen. Ó, himneski faðir, heyr mig í Jesú nafni, ver börnum þín- um náðugur, börnunum, er þú leystir af hólmi hels og hrygða. Gef þeim þinn anda, að þau lofsyngi nafni þínu fyrir fenginn frið, fyrir veitta vernd í stríðinu mikla, sem þitt almætti hefir nú til lykta leitt geð góðum sigri. Gef, ó, Guð, að börnin þín þakki ekki sjálfum sér fyrir sigurinn, heldur minnist þess, að þín er dýrðin og þitt er valdið um allan heim, og að ekkert stenzt fyrir almætti þínu. ó, góði Guð, gef að allir, sem frið elska, lofi þig einum rómi; að þeir leiti sér hælis undir þínum blessaða verndarvæng, og hvíli þreytt hjörtun upp við þitt náð- arbrjóst. Ó, blessaði Jesús, læknir lýða, legg þína náðarhönd á hjarta- sár syrgjandi mæðra og allra þeirra, sem ekki heimta aftur ást- vini sína úr þessu stríði. Gef þeim þinn frið og vissa von um endurfundi á landi lifenda, fyrir son þinn Jesúm Krist. Ó, Guð, mitt eina athvarf, skjö'ldur minn og traust mitt, eg hrópa til þín! pú gafst oss aftur friðinn; gef oss ævarandi frið, gróðurset hann í hvers manns hjarta, í nafni frelsarans Jesú. Góði faðir, þú, sem alt veizt, þú veizt, að hætturnar eru ekki úti enn. pú veizt, að nú liggur fyrir þjóðunum að halda friðinn, að sefa bræðina, sigra hefndarhuginn, og leiða kærleik og réttsýni til öndvegis aftur. Ó vertu, faðir, í verki með þeim; styrk þær og lýs þeim með anda þínum, svo að þær gjöri það sem rétt er, og allir verði sáttir í Guði föður og frelsaranum Jesú Kristi. Heyr bænina, ó Guð, í Jesú nafni. Amen.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.