Sameiningin - 01.07.1913, Page 1
amcimmjin.
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga,
gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi
RITSTJÓRI JÓN BJANNASON.
XXVIII. ÁRG. WINNIPEG, JÚLÍ 1913. Nr. 5
Landlæknir Islands, iir. Gnðmnndr Björnsson, ritar
í síðasta „Skírnis“-liefti um lík-brennsln og krefst þess,
að sá útfararsiðr verði sem fyrst tekinn npp á Islandi.
Ekki hefði siðaskifta-mál það neitt þurft að snerta kristna
trú, en höfundr greinarinnar fer brátt út-í þá sálma, og
það svo stórvægilega, að úr þessu ritverki hans verðr
fremr öllu öðru nöpr árás á kenning Krists og postulanna
um upprisu líkamans. Árásin er þó jafnframt nauða-
lieimskuleg, og stafar það af vantrúar-ofstopa. Það er
einsog hákarl hefði fœrt þetta í letr-—beinhákarl.
„Á síðustu árum liafa Danir veitt allt-að 40,000 til
50,000 kr. á ári í styrk til lslendinga“ — segir lir. mag.
Bogi Th. Melsteð í riti sínu liinu nýja, sem kom í för með
„Lilju“, „um rétt Islendinga í Noregi“ o.s.frv. Hann á
við námsstyrk til landa vorra í Danmörk. Hann bendir á
þetta sem frábær lilunnindi þjóð vorri til handa af hálfu
Dana. En til er önnur lilið á því máli, sem „Sam.‘ ‘ hefir
bent á fyrir æfalöngu. Vafalaust gekk dönsku stjórninni
eða Dönum upphaflega gott til með að veita IslendingTim
hlunnindi þau, en þau drógu illan dilk eftir sér. Dilkrinn
er Kaupmannaliafnar-menntan Islendinga, sem svo eitr-
aða ávexti hefir borið einn mannsaldr eftir annan í ís-
lenzku þjóðlífi, ef til vill aldrei áðr augsýnilegri en ein-
mitt nú.