Sameiningin - 01.07.1913, Side 17
145
vor og rit með ósœmilegu og heimskulegu orðagjálfri um
guðleg efni og trúmál. Af hverju myndi það stafa'! Og
af hverju koma hégómlegar deilur og hrottalegar stælur
manna á meðal hverndagslega um trúmál! Mun það ekki
allt stafa af því, að oss skortir næma meðvitund um heil-
agleik guðs og lotningu fyrir honum. Þarsem lotningin
fyrir guði er sönn og alvarleg, þar getr ekkert þetta átt
sér stað.
Ef til vill mætti eitthvað fœra til afsökunar lotningar-
skortinum lijá einföldum og óupplýstum mönnum; en þeg-
ar sama lotningarleysið sýnir sig hjá menntuðum mönn-
um og jafnvel andlegum leiðtognim og kennurum annarra,
þá getr maðr enga málsbót fundið. Og er ekki við því að
búast, að lítil sé lotning hjá alþýðu, ef lotningarskortr
kemr í ljós lijá sjálfum kennimönnunum? Og verðum vér
þó ekki að játa það, að hreina og háalvarlega lotningu
vantar oft og tíðum, þegar jafnvel kennimenn þjóðar
vorrar rœða trúmál, einkum þegar ágreiningr er milli
þeirra og ritdeilur eiga sér stað ? Hvers vegna gengr oss
svo illa að rœða trúmál? og hví verðum vér ósáttir hver
við annan, þegar sitt lízt hverjum? Myndi það ekki að
allmiklu leyti koma til af því, að oss skortir djúpa lotn-
ingu fyrir guði og því, sem hann hefir viljað kenna oss, af
því að vér ekki drögum skó vora af fótum oss, þegar vér
komum til „guðs fjallls“ og göngum að staðnum, þarsem
logar liinn guðlegi eldr ?
Annað tákn lítillar lotningar sé eg í sambandi við
starfsaðferðir vorar í kirkjulegum efnum. Mér finnst
vinna vor í kirkjunni bera allt of lítinn vott heilagrar
lotningar fyrir henni og lionum, sem er konungr kirkj-
unnar. Safnaðar-starf vort er einatt rekið meir eftir
lieimsins reglum lieldr en í anda og að dcemi drottins vors
Jesú Krists og postula hans. Safnaðar-fundir vor á
meðal eru stundum lítt aðgreinanlegir frá veraldlegu eða
pólitisku fundahaldi. Sálrnr er að sönnu sunginn í byrjun
fundar, eða bœn flutt, en að öðru leyti yrði ókunnugum
stundum ervitt að átta sig á því, að ekki væri verið að
halda veraldlegan fund, heldr væri hér lærisveinar Jesú
Krists með biðjandi lotningu fyrir honum að rœða um
eflingu og útbreiðslu sannleiks- og náðar-ríkis hans.